Ljósmengun á heimsmælikvarða

Ég ætla að verða herra neikvæður og lýsa algjöru frati á þetta "listaverk" í Viðey. Maður á að geta flúið listaverk, vilji maður ekki verða var við það. Þessi ljóskastari sést lýsa upp himinninn allt í kringum höfuðborgarsvæðið. Ímyndaðu þér að þú sért að dást að náttúrunni á Þingvöllum. Þú ert að reyna að njóta kyrrðarinnar þegar skyndilega er kveikt á "listaverki" sem gefur frá sér mikinn hávaða. Sama hvað þú reynir, þú losnar ekki frá hávaðanum. Það sama á við um ljóskastarann í Viðey.

Á tímum sem þessum, þegar allir eru að berjast við að spara, er fullkomið tækifæri til þess að draga úr orkunotkun og spara þar með háar fjárhæðir sem fara í rafmagn. Hvað ætli margar milljónir myndu sparast ef við myndum vanda betur til lýsingar? Hvað kostar eiginlega að reka þennan ljóskastara á þeim stundum sem kveikt er á honum? 

Þessa mynd hér fyrir neðan tók ég frá Þingvöllum. Þarna sést ljósmengun höfuðborgarsvæðisins í tæplega 50 km fjarlægð. Fjárans ljóskastarinn í Viðey er lýsir þarna lengst upp í himinninn af allri ljósmengunni á myndinni. Þetta er ljótt.


mbl.is Kveikt á friðarsúlunni í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, slökkva á þessum kastara fyrir fullt og allt

þetta er bara mengunn sem jafnast á við svifriksmenguninna. best væri að rjúfa ´´utsendinguna til að mótmæla þessu.

jon (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Voðalega hafið þið farið öfugt frammúr í morgun. Það verður kveikt á FRIÐARSÚLUNNI eina nótt!  Ég held okkur veiti ekkert af smá áminningu um FRIÐ þessa dagana.

Þessi mynd er virkilega falleg hjá þér

Anda rólega og hugsa frið elskurnar ...

Ragnhildur Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 12:02

3 identicon

ekki get ég séð að þessi ljós -súla sé meiri ljósmengun en ljósin frá höfuðborgarsvæðinu

Árni (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:31

4 identicon

Ég er smá stjörnuskoðunarnörd eins og þú. Ég skil samt ekki hvað margir ykkar eru alltaf að bölvast yfir ljósmengun. Það er nóg til af dimmum stöðum hér á landi. Ef ljósmengunin fer svona í þig, af hverju flyturðu þá ekki bara í minna og friðarsúlulaust bæjarfélag? Mér finnst friðarsúlan kúl og ég fer bara í Hvlafjörðinn til að skoða stjörnurnar vel. Þetta fer ekkert í mig.

Þórður (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:34

5 identicon

Þórður, hvers vegna heldur þú að við flýjum höfuðborgarsvæðið? Jú, það er vegna þess að ljósmengunin er alltof mikil hérna. Það er fullt af dimmum stöðum hér í kring, það er rétt, og þangað förum við.

Ljósmengun kemur ekki eingöngu í veg fyrir að við skoðum stjörnurnar, heldur er hún algjör sóun á orku og peningum og er auk þess heilsuspillandi og áhættuvaldandi. Það er staðreynd.

Sævar Helgi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 13:59

6 identicon

Tautið nú yfir öðru mikilvægara en einu stk ljósi,, það er til skammar að lesa að nútímafólk sé að breytast í nöldurskjóður.. kommon sjáið hlutina eins og þeir eru eða pillaðu þér að horfa eitthvað annað.

Siggi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 14:49

7 identicon

Siggi, snúðu þér þá að einhverju öðru en að röfla yfir einu stykki bloggfærslu. Mér sýnist þú falla í nákvæmlega sömu gryfju og þú ert að kvarta yfir.

Sævar Helgi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:00

8 identicon

Já þetta er alveg magnað að fólk móðgist við staðreyndartuð,, hefði þessi blogfærsla aldrei verið skrifuð þá væri engin af okkur að "Nöldra" eins og þú segir Sævar Helgi. þetta var mín athugasemd við þessu tilgangslausa tuði. Allir hafa rétt á að hafa skoðun, þess vegna eru athugasemdir við blogg ekki satt. Segir að ég sé að tuða, ert bara ekkert skárri vinur minn.

siggi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:18

9 identicon

Haha, ég vissi ekki að þú tækir þessu svona nærri þér. Þetta er þér greinilega miklu hjartfólgnara en mér. Gaman af því.

Allir hafa rétt á sinni skoðun. En maður hlýtur að áskilja sér rétt til þess að svara skoðunum annarra sé maður á öndverðum meiði. Mitt svar til þín var á sama hátt viðbrögð við þínu tilgangslausa röfli. Þér er fyllilega frjálst að röfla hér eins og þér sýnist.

Þú ert að tuða, ég er það líka og viðurkenni það fúslega, enda finnst mér þessi ljóskastari viðbjóðslega ljótur! Hann fer í taugarnar á mér vegna þess að hann er alltaf í augsýn þar sem ég bý. Ég fæ hann ekki flúið, sama hvað ég reyni og það sætti ég mig illa við. Sumum finnst hann fallegur og það verður bara að hafa það.

Sævar Helgi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:24

10 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hvað sem ljósmengun varðar, þá finnst mér myndin þín falleg.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 18.2.2009 kl. 20:41

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hugleiðingar um Ljósmengun eru hér.

Ég hef tekið eftir að ljósmengun í Reykjavík er miklu meiri en víða í stórborgum erlendis. Miklu meiri götulýsing.

Merst fer þó í taugarnar á mér óþarfa lýsing í sumarhúsabyggðum þar sem margir skilja eftir útiljósin logandi árið um kring. Það er ekkert annað en tillitsleysi við nágrannana og umhverfissóðaskapur.

Ágúst H Bjarnason, 19.2.2009 kl. 07:34

12 identicon

Takk fyrir hrósið á myndinni!

Ágúst, ég tek sannarlega undir með þér varðandi ljósmengun í Reykjavík í samanburði við ljósmengun í öðrum stórborgum. Ég var í Kaupmannahöfn um áramótin og þar kom mér mikið á óvart hversu miklu betri lýsingin er þar heldur en hér. Maður getur stundað stjörnuskoðun við ágætar aðstæður í úthverfi Kaupmannahafnar en það er vonlaust hér.

Ég er auðvitað líka alveg sammála þér með sumarhúsin!

Sævar Helgi (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband