Fyrirlestur á morgun

Við minnum á fyrirlestur Johannesar Andersen, prófessors í stjörnufræði við Kaupmannahafnarháskóla, á morgun (laugardag) klukkan 14:00 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Fyrirlestur hans fjallar um risasjónauka framtíðarinnar og þeirra ögrandi verkefna sem bíða stjörnufræðinga á næstu árum.

Allir hjartanlega velkomnir. Það er að sjálfsögðu frítt inn en ef þú vilt styrkja ár stjörnufræðinnar og Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness er tilvalið að hafa meðferðis 1000 krónur og kaupa eintak af "fegursta tímariti landsins", Undur alheimsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband