Hvar byrjar geimurinn?

Sem betur fer erum við jarðarbúar inni í verndarlagi lofthjúpsins. Þar sem þéttleiki lofts minnkar með aukinni hæð er um 50% af sameindum lofthjúpsins í innan við 5,6 km hæð, 90% innan við 16 km hæð og 99,99997% í innan við 100 km hæð. Oft er sagt að geimurinn taki við í 100 km hæð. Í 10.000 km hæð er þéttleiki lofthjúpsins um það bil sá sami og þéttleiki geimsins. Af þessu er því ljóst að mestur hluti lofthjúps jarðar er í örþunni skel sem aðeins er 0,5% af þykkt jarðar í heild. Lofthjúpurinn okkar, andrúmsloftið, er þannig álíka þykkt og eplabörkur í samanburði við eplið í heild!

Lofthjúpurinn er lagskiptur þótt engin föst mörk séu á því hvar hann endar og hvar geimurinn tekur við, en oftast er sagt að þau mörk séu í 100 km hæð. Lofthjúpurinn þynnist eftir því sem ofar dregur og er hann þykkastur næst yfirborði jarðar.

Það er því kannski ekki hægt að segja að krakkarnir hafi komist út í geim með tilraunina sína. Í ríflega 30 km hæð er loftþrýstingurinn álíka mikill og á yfirborði Mars. Marsbúi myndi tæpast segja að hann byggi úti í geiminum!

En gaman af þessu engu að síður og krakkarnir eiga svo sannarlega hrós skilið fyrir þessa frábæru tilraun. Meira svona! Meiri vísindi!

Og svo meira um lofthjúp jarðar á Stjörnufræðivefnum.


mbl.is 43 punda geimtilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Gaman að nefna að til að hægt sé að kalla flugferð geimferð (Space Flight) og flugmanninn Geimfara (Astronaut) hjá Nasa þá þarftu að hafa farið yfir ~81km hæð og Fédération Aéronautique Internationale (FAI) sem er alþjóðleg stofnun á sviði flugmála skilgreinir allar ferðir sem ná yfir 100km hæð yfir sjá sem geimferð.

 Fann þetta á wiki síðunni fyrir X-15 flugvélina sem m.a. Neil Armstrong og fleiri hjá Nasa voru tilrunarflugmenn á.

Jóhannes H. Laxdal, 20.3.2009 kl. 16:29

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mér þykir merkilegt hvað belgurinn náði hátt miðað við stærð. (Reyndar hef ég ekki séð mynd af honum).  Yfirleitt eru svona háloftaloftbelgir gríðarstórir og nánast tómir þegar þeir leggja af stað. Ef loftþrýstingurinn í 30 km hæð er svipaður og á Mars (tæplega 7 millibar minnir mig?), þá ætti gasið að geta þanist yfir 100 falt þegar þrýstingurinn utan við belginn lækkar. Er það ekki?

Mér er minnisstætt hvernig loftbelgurinn leit út sem Frakkar sendu á loft 1964/65 á Skógasandi þegar þeir voru að skjóta eldflaugum þar í 400 km hæð. Loftbelgirnir voru sendir upp í háloftin með mælitæki.  Belgurinn leit út eins og gríðarlöng slanga með smá gasi í öðrum endanum

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá svona "tóman" loftbelg leggja af stað í  21 km hæð.

 http://cache.daylife.com/imageserve/06Ta37icxj0Ty/340x.jpg

Og enn einn, svipaður þeim ég man eftir að Frakkar notuðu:

 http://cache.daylife.com/imageserve/07VW0l57SNgBn/340x.jpg

 ---

 Sjá StratoCat

Ágúst H Bjarnason, 20.3.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband