Vorjafndægur - sumar á næsta leyti

arstidir_solbaugur.jpg

Í dag, laugardaginn 21. mars, gær, föstudaginn 20. mars voru vorjafndægur. Þá er nóttin jafn löng deginum og sólin rís nákvæmlega í austri. Sólin stefnir þá í norðurátt yfir miðbaug himins og fer hækkandi á himninum. Þessi dagsetning markar þar af leiðandi upphaf vors á norðurhveli jarðar. Sumar er á næsta leyti. En hvenær hefjast árstíðirnar?

Í stjarnfræðilegum skilningi verða árstíðaskipti við sólstöður eða jafndægur. Þannig hefst sumar við sumarsólstöður, vetur við vetrarsólstöður en haust við haustjafndægur og vor við vorjafndægur. Samkvæmt íslensku tímatali fellur fyrsti dagur sumars á fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl, þ.e. einhvern tímann á bilinu 19. til 25. apríl. Fyrsti vetrardagur rennur upp á laugardegi að lokinni 26. viku sumars, þá milli 21. til 27. október en stundum 28. október. Vor hefst við vorjafndægur og haust við haustjafndægur.

Þú getur lesið allt um árstíðaskipti og jafndægur hér á Stjörnufræðivefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég sem hélt þetta hefði verið í gær 20. mars kl. 11:44 UT...

Ágúst H Bjarnason, 21.3.2009 kl. 12:48

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Já það er rétt hjá þér. Einum degi of seinir. Æji, það breytir svo sem engu enda er þessi bloggfærsla fyrst og síðast ætluð til þess að útskýra árstíðaskiptin.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 21.3.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband