31.3.2009 | 12:17
Stærsta vísindamiðlunarverkefni allra tíma
100 stjörnufræðistunda, stærsta vísindamiðlunarverkefnis allra tíma. Verkefnið er hluti af Alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009. Áætlað er að yfir ein milljón manna í yfir 130 löndum muni á einhvern hátt koma nálægt þessu viðamikla verkefni. Allar upplýsingar um verkefnið er að finna á http://www.stjornuskodun.is/100
Sólkerfisrölt - Laugardaginn 4. apríl munu nemendur í 7. bekk í Melaskóla setja upp líkan af sólkerfinu í miðbæ Reykjavíkur. Fyrst verður safnast saman á Ingólfstorgi í kringum smækkaða útgáfu af sólinni. Klukkan 11 verður síðan lagt af stað og gengið eftir Austurstræti og upp Laugaveginn þar sem reikistjörnunum verður raðað upp í réttum stærðarhlutföllum. Þeir sem eru í miklu stuði geta gengið alla leiðina upp á Hlemm þar sem Neptúnus lendir samkvæmt líkaninu! Nánar verður fjallað um þetta verkefni þegar nær dregur laugardeginum.
Stjörnuskoðunarkvöld - Við sólsetur 3. og 4. apríl hefst stjörnuskoðunarkvöld fyrir almenning um heim allan. Hér á landi bjóða stjörnuáhugamenn í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness öllum áhugasömum að koma og skoða gígana á tunglinu og hringa Satúrnusar með stærsta sjónauka landsins. Stjörnuskoðunin fer fram í aðstöðu félagsins í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi og hefst kl. 21:00.
Fyrirlestur um uppruna alheimsins - Fjórði fyrirlesturinn í fyrirlestraröðinni Undur veraldar: Undur alheimsins fer fram laugardaginn 4. apríl klukkan 14:00 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Lárus Thorlacius eðlisfræðingur mun þar fjalla um hvernig allt í kringum okkur varð til, þ.e. Miklahvell.
Nánar á Stjörnufræðivefnum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.