Vísindaþátturinn fellur niður í dag

Vísindaþátturinn fellur niður í dag, líkt og seinasta þriðjudag, vegna kosningaútvarps. Við mætum hins vegar galvaskir næsta þriðjudag, 28. apríl, með viðtal við nóbelsverðlaunahafa í eðlisfræði, Dr. John Mather. Mather þessi hlaut nóbelsverðlaunin árið 2006 fyrir uppgötvanir í heimsfræði. Hann er auk þess einn af aðalmönnunum á bak við Webb sjónaukann, arftaka Hubbles, sem sendur verður á loft eftir fáein ár.

===

Alveg vissi ég það að athugasemdir myndu flæða inn vegna síðustu færslu. Þetta snertir voða mikið við þeim sem trúa statt og stöðugt á samsæriskenningar um að verið sé að fela sannanir fyrir geimveruheimsóknum.

Af einhverjum ástæðum er það ég sem er þröngsýnn að telja líf í alheimi algengt en hafa enga trú á heimsóknum geimvera. Það skortir einfaldlega sönnunargögn.

"Þú getur ekki sannfært trúmann um neitt, því trú hans er ekki byggð á sönnunargögnum heldur gríðarsterkri þröf fyrir að trúa," svo vitnað sé til orða Carl Sagan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband