22.4.2009 | 14:37
Sólblettasveiflan
Sólin er síbreytileg eins og hver sem horft hefur á hana í gegnum viđeigandi sólarsjónauka hefur séđ. Á sólinni má sjá sólbletti stćkka og minnka, hverfa og verđa til. Sólblettirnir eru virk svćđi á sólinni og ţađan koma gjarnan stórar sprengingar, ţ.e. sólblossar og kórónuskvettur.
Á Stjörnufrćđivefnum eru ítarlegar upplýsingar um sólina, sólblettasveifluna, sólblossa og kórónuskvettur. Ţađ er um ađ gera ađ lesa sér ţarna til og skođa líka nokkrar stórglćsilegar myndir af ţessum fyrirbćrum.
Frétt Mbl.is af ţessu er fín enda ţýdd upp úr ágćtri grein af BBC. Heppilegra vćri hins vegar ađ tala um sólsveiflu eđa sólblettasveiflu heldur en sprengjutímabil á sólinni. Ţađ er ekkert til sem heitir sprengjutímabil eins og lesa má um á ofangreindum slóđum.
Í gćr birtist nýr en agnarlítill sólblettur á sólinni eftir 25 sólblettalausa daga í röđ. Ţađ sem af er ári hefur sólin veriđ auđ í 97 daga eđa sem nemur 88% af árinu. Sólblettasveiflan er í djúpri lćgđ, miklu lágmarki sem hefur stađiđ yfir í meira en 608 daga en ađ međaltali er hefđbundin sólblettasveifla í 485 daga.
Nánar á Stjörnufrćđivefnum.
Mynd af sólbletti sem bloggari tók ásamt Arnoldi Björnssyni ţann 30. ágúst áriđ 2006.
Dregur úr virkni sólar | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 14:44 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.