21.7.2009 | 23:18
Lengsti sólmyrkvi aldarinnar
Fréttin er byggð á frétt af fréttavef BBC. Því miður hefði mátt vanda örlítið betur til þýðingar á fréttinni. Oft þarf ekki meira til en að Googla "sólin" til að finna rétt hugtök á íslensku. Á mbl.is segir:
Einn þeirra Lucie Green, sem starfar við University College London en er nú um borð í rannsóknarskipi úti fyrir strönd japönsku eyjunnar Iwo Jima, segir yfirborð sólarinnar nú óvenjuheitt en hitinn þar mælist nú 2 milljón gráður. Við viðum ekki hvers vegna hitinn er þetta hár, segir hann.
Við ætlum að skota hvort það séu bylgjur á yfirborðinu. Bylgjur gætu myndað orku sem skýrir þennan mikla hita. Fáum við niðurstöðu í það mun það auka þekkingu okkar á sólinni.
Það er talsverður munur á því sem við köllum yfirborð sólar (sólin er gashnöttur og hefur þar af leiðandi ekkert eiginlegt yfirborð) og sólkórónunni. Sólkórónan er það sem kalla mætti lofthjúp sólar og þar er hitinn tvær milljónir gráða. Hitinn á yfirborði sólar er hins vegar 5600°C. Töluverður munur þar á.
Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna kórónan er svona heit en margar tilgátur hafa verið settar fram af þeim þykja tvær líklegasta, annars vegar svonefnd ölduhitun (wave heating) og hins vegar segultenging (magnetic reconnecton) og nanóblossar. Samkvæmt ölduhitunarkenningunni bera bylgjur orku úr innviðum sólar upp í lithvolfið og kórónuna. Sólin er úr rafgasi sem er fært um að bera bylgjur á svipaðan hátt og hljóðbylgjur berast með lofti. Bylgjurnar berast upp á við af völdum sólýra og ýruklasa frá ljóshvolfinu upp í lofthjúp sólarinnar, þar sem þær breytast í höggbylgjur og orkan losnar í formi hita. Nanóblossar eru nánar útskýrðir neðst í þessari grein hér.
Sjá ítarefni með fullt af stórglæsilegum myndum á Stjörnufræðivefnum:
Annars erum við bara helvíti ánægðir með Mbl.is þessa dagana. Óvenju mikið af vísindafréttum sem er mjög gott mál.Sólmyrkva beðið með óþreyju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.