Vísindaþátturinn snýr aftur

Á morgun snýr Vísindaþátturinn aftur eftir stutt sumarfrí, mörgum til mikillar ánægju... alla vega mér. Þátturinn er að sjálfsögðu á dagskrá Útvarps Sögu milli 17 og 18 alla þriðjudaga og svo aðgengilegur á Stjörnufræðivefnum stuttu síðar.

Í þættinum á morgun verður Svanur Sigurbjörnsson læknir gestur okkar. Svanur hefur t.d. skrifað pistil á blogg sitt þar sem hann varar við detox meðferðum og öðru heilsukukl og ætlum við að ræða það vítt og breitt.

Viðfangsefni næstu vikna verður fjölbreytt. Við ætlum að fjalla um súrnun hafa jarðar, skyggnast inn í sögu jarðar, fjalla um uppruna lífsins og margt, margt fleira.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að hlusta. Ef þú missir af þáttunum er alltaf hægt að sækja þá á Stjörnufræðivefnum.

----

Þriðjudagsvköldið 8. september klukkan 21:00 sýnir Ríkissjónvarpið heimildamyndina Hún snýst nú samt eða Den bevægede Jord eins og hún heitir á frummálinu. Í þessari dönsku heimildamynd, sem RÚV framleiðir meðal annara, er sögð sagan af stórkostlegri byltingu í stjörnufræði sem átti sér stað í Evrópu á endurreisnartímanum.

Ég hef þegar séð þessa fróðlegu og skemmtilegu mynd og mæli óhikað eindregið með henni. Hér er hægt að skoða sýnishorn úr myndinni

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband