Hann er mættur aftur, öflugri en nokkru sinni fyrr

Stjörnufræðingar birtu í dag fyrstu myndirnar frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA eftir viðgerðarleiðangurinn í maí síðastliðnum. Birtar voru myndir og gögn frá fjórum af sex vísindatækjum sjónaukans. Hubble er svo sannarlega mættur aftur!

hubble_nyjar_myndir

Stjörnufræðivefurinn fylgdist grannt með í maí síðastliðnum þegar geimfarar heimsóttu Hubblessjónaukann í hinsta sinn. Öll helstu markmið leiðangursins náðust. Sett voru upp tvö ný mælitæki og gert við gamla myndavél sem hafði bilað. Skipt var um rafhlöður og stjórnbúnað og miðunarbúnaður sjónaukans endurnýjaður. Loks settu geimfarar upp nýjar hlífar til þess að verja sjónaukann fyrir ryki sem hann rekst á í geimnum. Eftir þessa endurnýjun ætti sjónaukinn að eiga nokkur góð ár eftir.

Síðustu mánuði hefur sjónaukinn verið í stífri endurhæfingu vísindamanna og verkfræðinga. Það hefur svo sannarlega borið árangur nýju myndirnar eru hver annarri glæsilegri.

Þú getur séð nýju myndirnar hér! Njóttu vel og lengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Hubble er ótrúlegur gluggi til að skoða það sem er þarna úti. Enginn gluggi getur státað af viðlíka útsýni.

Ólafur Eiríksson, 9.9.2009 kl. 18:03

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Hann er það svo sannarlega. Við erum ótrúlega heppin að vera upp á þeim tíma þegar mannkynið hefur komið sér upp slíku tæki. Myndirnar frá honum eru algjör fjársjóður, ótrúlega glæsilegar. Ég vona að þú hafir skoðað ljósmyndasýninguna á Skólavörðuholti þar sem nokkrar flennistórar myndir frá Hubble eru til sýnis.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 9.9.2009 kl. 21:52

3 identicon

Mikið svakalega eru þetta flottar myndir. Takk fyrir að benda á þetta. Vissi ekki af þessari sýningu ... hvar á Skólavörðuholti er hún ... í hvaða húsi?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Sýningin er á sjálfu Skólavörðuholti, fyrir framan Hallgrímskirkju. Hún er sem sagt úti.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 9.9.2009 kl. 22:52

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það var flottur fréttaþáttur um hinn síunga Hubble á BBC World News í gær.

Ágúst H Bjarnason, 10.9.2009 kl. 12:48

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Meiri háttar.

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 11.9.2009 kl. 21:39

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Flottar myndir, takk fyrir mig.

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.9.2009 kl. 21:43

8 Smámynd: Páll Jónsson

Kominn nýr bakgrunnur hjá mér. Þetta... er... magnað.

Páll Jónsson, 12.9.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband