15.9.2009 | 11:57
Jarðsaga í Vísindaþættinum í dag
Í Vísindaþættinum í dag verður fjallað um sögu lífs og jarðar, reyndar með áherslu á jarðfræðina að þessu sinni. Í heimsókn kemur bloggvinur okkar, jarðfræðingurinn Ólafur Ingólfsson, sem svo vill til að er að kenna mér jarðsögu í Háskólanum á þessu misseri. Ólafur hefur stundað rannsóknir víða um heim, meðal annars í Suður Afríku, Botswana, Suðurheimskautinu og á Svalbarða.
Þátturinn er á dagskrá Útvarps Sögu milli klukkan 17 og 18 í dag, þriðjudag. Þátturinn verður svo aðgengilegur á Stjörnufræðivefnum innan nokkurra daga.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Nú er bara að muna eftir að hlusta... Það má hlusta á Sögu á netinu:
mms://apolLo.vortex.is/utvarpsaga
Ágúst H Bjarnason, 15.9.2009 kl. 12:29
Þátturinn var mjög áhugaverður.
Ég hlustaði á Ólaf fjalla um jarðsöguna síðastliðin 600 milljón ár í Odda fyrir fáeinum árum og hafði gagn og gaman af.
Ólafur mætti gjarnan gera meira af því að fræða okkur um jarðsöguna, breytingar á hitastigi, koltvísýringi o.fl. sem hann kom inn á í dag. Hann hefur það góða yfirsýn og reynslu að það er mikið mark takandi á því sem hann fjallar um. Hann talar auk þess "mannamál" sem allir skilja.
Ágúst H Bjarnason, 15.9.2009 kl. 20:34
Er alveg sammála því. Mér fannst þetta mjög áhugavert alla vega, enda kannski ekki skrítið þar sem ég spurði þær spurningar sem mér þykja spennandi.
Ólafur mun koma aftur í þáttinn, það er alveg pottþétt. Á morgun verður þátturinn svo kominn inn á vefinn.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 15.9.2009 kl. 20:49
Frábært framtak, hlakka til að hlusta á þáttinn.
Hvaða skrítna frétt var þetta í Fréttablaðinu í dag, um gegnheila plánetu sem er samt bráðin?
Arnar Pálsson, 17.9.2009 kl. 08:54
Held að Fréttablaðið sé eitthvað að misskilja. Auðvitað fékk þessi annars merka uppgötvun nánast ekkert pláss í blaðinu. Slúðrið fær heilu opnurnar. Það var verið að tala um þetta hér, þ.e. uppgötvun evrópska stjörnufræðinga á fyrstu bergreikistjörnunni utan sólkerfisins. Ætli þeir hafi ekki þýtt "solid" sem gegnheil. Á yfirborðinu er bergið örugglega bráðið vegna nálægðinnar við sólstjörnuna.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 17.9.2009 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.