14.10.2009 | 09:19
Hvernig líta jörðin og tunglið út í sjónauka séð frá Mars?
Jörðin er ýmist kvöld eða morgunstjarna á Mars, rétt eins og Merkúríus og Venus á jörðinni. Frá Mars séð líkist jörðin mest Venusi þegar ástarstjarnan prýðir himininn frá jörðinni, björt og fögur fölblá stjarna. Sendiherrar jarðarbúa á Mars hafa ljósmyndað jörðina frá Mars, eins og sést á þessari mynd, sem Marsjeppinn Spirit tók:
Það væri gaman að vera geimfari með sjónauka á Mars og horfa til jarðar.
Það vita ef til vill ekki margir að á braut um Mars er mjög öflugur sjónauki sem heitir HiRISE um borð í Mars Reconnaissance Orbiter. Venjulega er þessum sjónauka reyndar beint niður á yfirborð reikistjörnunnar. Stundum er honum beint eitthvert annað eins og á reikistjörnur sólkerfisins.
Það var gert þann 3. október 2007.
Þessi glæsilega ljósmynd var tekin úr 142 milljón km fjarlægð frá jörðinni. Á myndinni sést vesturströnd Suður-Ameríku vel þótt skýin séu mest áberandi.
HiRISE hefur líka beint sjónum sínum að konungi reikistjarnanna, Júpíter. Þessi mynd var tekin 11. janúar 2007.
----
Nýjasti Vísindaþátturinn er kominn á vefinn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Alltaf fyllist maður lotningu þegar maður spáir í þessar fjarlægðir og stærðir.
Myndin af jörðinni þarna númer tvö er geggjuð.
Kristinn Theódórsson, 14.10.2009 kl. 10:13
Algjörlega sammála því. Það eru til margar glæsilegar myndir af jörðinni úr geimnum. Einhvern veginn kemur smæðin alltaf vel í ljós á myndum eins og númer tvö.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 14.10.2009 kl. 18:01
Magnað, mann svimar við öllu þessu, nánast eins og heilinn í manni höndli ekki þessar stærðir allar.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 14.10.2009 kl. 23:43
Afar skemmtilegur sjónarhóll.
En er tilfellið ekki að fjarlægðir frá t.d. Júpíter til jarðar, eru sem píkómetrar deilt í með óræðri stærð?
Alltso miðað við þann sem rýnir í sjónaukann?
Jóhann (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 01:56
Já, myndin af Jörðinni og Tunglinu er mögnuð. Langaði að setja hana á desktop hjá mér en finn hana bara í 800x800 upplausn. Vitiði hvort hún er til einhverstaðar í hærri upplausn?
Arnar, 15.10.2009 kl. 09:48
Jú, fjarlægðir innan sólkerfisins eru dvergvaxnar við hliðina á fjarlægðum í Vetrarbrautinni og alheiminum.
Myndin af jörðinn og tunglinu er hér í betri upplausn (2000x2000).
http://www.stjornuskodun.is/images/stories/pia10244.jpg
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 15.10.2009 kl. 13:10
Það er alltaf fróðlegt að sjá það í samhengi hversu smá við erum í raun, samanber fyrsta myndin.
Sveinn Atli Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.