Listaverk á Mars

Í síðustu færslu fjallaði ég pínulítið um HiRISE, sjónaukann öfluga um borð í Mars Reconnaissance Orbiter geimfarinu. HiRISE hefur tekið margar af glæsilegustu ljósmyndunum sem við eigum af yfirborði Mars. Þegar ég fór inn á vef HiRISE í dag, rakst ég á þessa listrænu mynd:

esp_014426_2070.jpg

Hér er hægt að finna myndina í betri upplausn, það er algjörlega þess virði að sækja hana í góðri upplausn. Ég sá að Slæmi stjörnufræðingurinn heillaðist líka af þessari ótrúlegu mynd og bloggaði um hana. Líkt og hann stóðst ég ekki mátið að birta myndina hér og skýra örstutt frá henni.

Myndin er augljóslega ekki í réttum "Mars-litum". Litirnir eru vísvitandi falskir svo unnt sé að draga fram smáatriði á yfirborðinu sem annars sæjust illa eða alls ekki.

En hvað er hér í gangi?

Hér sést stór sandalda þakin dökkum rákum. Rákirnar myndast þegar sandstrókar verða til á svæðinu og þyrla upp hinu örfína ryðrauða ryklagi sem þekur Mars. Sandstrókarnir verða til þar sem kröftugt en staðbundið hitauppstreymi er, en strókarnir ekki nógu öflugir til að þyrla upp öðrum kornastærðum en fínasta rykinu. Undir rauða ryklaginu er dökkur basaltsandur sem kemur í ljós undan rykinu.

Sandöldur eru heillandi fyrirbæri. Þessi mynd, sem HiRISE tók af stað sem heitir Noctis Labyrinthus í Marinergljúfrinu, er mögnuð:

esp_014353_1685.jpg

Hér er hún í betri upplausn.

Mér finnst við ættum að drífa okkur að heimsækja þessa ótrúlega heillandi reikistjörnu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Efri myndin er ekkert nema stórkostleg. En hvað eru þessir dökku taumar. Þetta hlýtur að gefa af sér einhver flott vísindatattú, sbr. Carl Zimmer.

Arnar Pálsson, 16.10.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mjög skemmtilegt. Takk fyrir þetta.

Kristinn Theódórsson, 16.10.2009 kl. 13:08

3 identicon

Efri myndin minnir mig á húðflúr og það af listrænna taginu. Hver veit samt nema geimverurnar hafi plantað tribal-húðflúri einhvers staðar á reikistjörnuna?

Sverrir Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:07

4 identicon

Er þetta ís sem sést á myndunum. Ef vatn er á plánetunni getur það þýtt líf!

Valdimar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 05:54

5 identicon

Er þetta ís sem sést á myndunum? Ef vatn er á plánetunni getur það þýtt líf!

Valdimar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 05:57

6 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Það sést enginn ís á myndunum. Ljósu svæðin eru einfaldlega ljósara set eða berg. Það er hellingur af vatni á Mars og þess vegna eru menn að leita eftir vísbendingum um líf eða lífvænleika.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 18.10.2009 kl. 10:30

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Stórkostlegar myndir - ég hef alltaf verið heillaður af Mars - svona jarðfræðilega séð

Höskuldur Búi Jónsson, 19.10.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband