22.10.2009 | 16:32
Í hvaða stjörnumerki ert þú?
Í hvaða stjörnumerki ert þú? Af einhverjum ástæðum vita allir hvaða stjörnumerki þeir "tilheyra". Ég er ekki viss um að jafnmargir geti fundið stjörnumerkið "sitt" á næturhimninum, en það er önnur og sorglegri saga. Samt trúa margir að stjörnumerkin hafi áhrif á líf þeirra.
Himinhvelfingunni er skipt í 88 einingar sem við köllum stjörnumerki. Af þeim sjást 56 að hluta eða í heild frá Íslandi.
Á himninum reikar sólin og reikistjörnunar í gegnum þrettán stjörnumerki og mynda tólf þeirra dýrahringinn.
Taflan er fengin héðan. Ef þú vilt setja hana á bloggið þitt, eða eitthvert annað, vinsamlegast gefðu upp hvaðan hún er og hafðu tengil með.
Skoðaðu töfluna vel. Það er líklegt að þú sért í allt öðru merki en þú hélst. Og konan þín eða maðurinn þinn. Ég vona að þú hafir ekki valið maka út frá stjörnumerkjunum. Ég vona líka að þú hafir ekki húðflúrað stjörnumerkið "þitt" á líkamann. Ef þú tilheyrir þrettánda merki dýrahringsins, Naðurvalda, áttu enga stjörnuspá!
Eins og sést hér að ofan er sólin mislengi í stjörnumerkjunum þrettán. Það væri nú nokkuð sérkennileg tilviljun ef sólin væri nákvæmlega mánuð í hverju þeirra og færði sig alltaf á milli á miðnætti.
Frá þeim tíma þegar stjörnuspekikerfið var í mótun fyrir nokkur þúsund árum var það miklu nær raunverulegum dagsetningum en nú er. Það er pólvelta jarðar sem veldur því að staðsetning sólar á himninum hefur færst um u.þ.b. mánuð frá þeim tíma. Stjörnuspekingar ættu samt ekki að örvænta þar sem sveiflan vegna pólveltunnar tekur um 26.000 ár. Dýrahringurinn kemst því aftur nálægt því að passa eftir rúmlega 20.000 ár (ef litið er framhjá því að sólin dvelur mislangan tíma í merkjunum!).
p.s. Eina marktæka stjörnuspáin er auðvitað stjörnuspá Lauksins. Hún er snilld og á alveg ótrúlega vel við mig... og þig... og reyndar bara alla eins og allar hinar stjörnuspárnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 25.10.2009 kl. 04:07 | Facebook
Athugasemdir
Man eftir umræðu um merkin nýju og gömlu fyrir 20 árum.Margir næmir listamenn voru fæddir í Hrútsmerkinu sem er í raun Fiskamerkið 11. mars til 18. apríl og sv frv.t.d.(Chaplin+ H C Andersen o fl, )Þannig að nýju merkin pössuðu ekkert ver en gömlu.
hörður (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 00:48
Takk, fyrir þennan fróðlega pistill. Maður hefur í raun aldrei bara spáð í þessu. Það er svo ótrulega margt sem þarf að taka með í reikninginn.
En svo er spurning hvort takandi sé mark á allari þessari stjörnuspeki sem alls staða kollríður öllu.
Þórhildur Daðadóttir, 25.10.2009 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.