Víðar stormur en á Íslandi

Stormurinn veldur því að undirritaður er fastur á Egilsstöðum eftir að hafa afhent Grunnskólanum á Reyðarfirði Galíleósjónaukann í dag.

En það er víðar en á Íslandi sem stormur geysar. Á norðurhveli Satúrnusar hefur verið ansi stormasamt undanfarna mánuði. Ég rakst á þessa mögnuðu mynd af risastormi á Satúrnusi á bloggsíðu The Planetary Society:

saturn_storm_feb_6th_2011.png

Myndina útbjó stjörnuáhugamaðurinn Ian Regan úr gögnum frá Cassini geimfarinu sem hringsólað hefur umhverfis hringadróttinn síðustu ár. Útsýnið er stórfenglegt eins og sjá má. Hringarnir eru örþunnir en varpa breiðum skugga á miðbaug reikistjörnunnar og sunnan hans. Myndirnar voru teknar 4. febrúar síðastliðinn.

Stjörnuáhugamenn hafa líka náð frábærum myndum af storminum. Hér er ein frá filippseyingnum Christopher Go:

saturn_s_northern_storm_on_feb.gif

Go var í um 1,3 milljarða km fjarlægð frá Satúrnusi þegar hann tók þessar myndir — næstum 700 sinnum lengra í burtu en Cassini. Þrátt fyrir það sjást ótrúleg smáatriði í lofthjúpnum á mynd Gos.

Þessi stormur hrærir upp í lofthjúpi Satúrnusar. Vindhraðinn er líklega á bilinu 400 til 500 metrar á sekúndu — sex sinnum meiri en í öflugustu fellibyljum á jörðinni.

Já, það er víðar stormasamt en á jörðinni. Prísa mig sælan að vera bara fastur í 20 metrum á sekúndu.

- Sævar


mbl.is Búið að opna Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband