Háskólalestin, Ann Druyan og stjörnuverksmiđja

Um ţessar mundir ferđast Háskólalestin landshluta á milli og er ég svo heppinn ađ taka ţátt í henni. Háskólalestin brunar um landiđ í tilefni 100 ára afmćlis Háskóla Íslands. Međ henni ferđast nokkrir nemendur, kennarar og starfsmenn Háskólans og miđla vísindum til grunnskólanema og íbúa stađanna. Síđasti viđkomustađur var Höfn í Hornafirđi. Ţar, líkt og áđur, stiklađi ég á stóru um undur alheimsins og hélt fyrirlestur um geimferđir.

Skagaströnd er nćsti viđkomustađur Háskólalestarinnar en viku síđar verđur hún á Húsavík. Í ágúst heldur hún af stađ á ný og verđur Bolungarvík fyrsti áfangastađurinn. 

Ţetta er algjörlega frábćrt verkefni og viđ hvetjum alla sem búa á eđa í nágrenni viđkomustađa Háskólalestarinnar ađ láta sjá sig og kynnast vísindum á skemmtilegan hátt.

====

Fyrirlestur Ann Druyan um vísindi, trúarbrögđ og Carl Sagan

Viđ erum miklir ađdáendur Carls Sagan, bóka hans og ţáttarađarinnar Cosmos. Ţađ er okkur ţess vegna ljúft og skylt ađ láta ykkur vita af ţví ađ, Ann Druyan, ekkja Sagans, er á leiđ hingađ til lands ásamt tveimur börnum ţeirra. Fimmtudaginn 26. maí nćstkomandi heldur Druyan fyrirlestur um vísindi. trúarbrögđ og Carl Sagan í Háskólanum í Reykjavík og hefst hann klukkan 20:00.

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Siđmenntar í samstarfi viđ Háskólann í Reykjavík. 

Ađgangur er ókeypis og öllum opinn. Viđ hvetjum ađ sjálfsögđu alla til ađ mćta. 

Sjá nánar á vef Siđmenntar eđa Stjörnufrćđivefnum

====

Ný mynd frá Hubble: Rannsóknastofa stjörnumyndunar

heic1109a.jpg

Nýjasta myndavél Hubblessjónaukans hefur nú fest á mynd vetrarbrautina NGC 4214. Í vetrarbrautinni skína ungar stjörnur og gasský skćrt og ađstćđur eru sérlega heppilegar til rannsókna fyrir stjarnvísindamenn á stjörnumyndun og ţróun stjarna.

Sjá nánar á http://www.stjornuskodun.is/frettir/nr/400

====

Myndbreyting Messier 8

potw1120a.jpg

Alla mánudagsmorgna birtum viđ mynd vikunnar. Ţćr eru alltaf stórglćsilegar. Nýjasta myndin er svo sannarlega engin undantekning. Hún er af hluta Lónţokunnar, Messier 8, í stjörnumerkinu Bogmanninum. 

Sjá nánar á http://www.stjornuskodun.is/mynd-vikunnar/nr/407

- Sćvar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband