Fyrirlestur um sólina og sólmyrkva

stj1109b.jpgÞriðjudagskvöldið 31. maí, heldur Jay Pasachoff, prófessor í stjörnufræði við Williams College í Bandaríkjunum, fyrirlestur um sólina og sólmyrkva á vegum Stjarnvísindafélags Íslands, Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Stjörnufræðivefsins. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í stofu 158 í VR II húsi Háskóla Íslands og hefst klukkan 20:00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Jay Pasachoff er heimskunnur fyrir rannsóknir sínar á sólinni og sólmyrkvum og stjórnar starfshópi á vegum Alþjóðasambands stjarnfræðinga um þessi fyrirbæri. Pasachoff kemur hingað til lands gagngert til að fylgjast með sólmyrkvanum en þetta er sá 53. sem hann verður vitni að. Smástirnið 5100 Pasachoff er nefnt honum til heiðurs.

Í fyrirlestri sínum ætlar Pasachoff að segja frá og sýna myndir af rannsóknarferðum sínum víða um heim til að fylgjast með sólmyrkvum, þar á meðal ferð sína til Páskaeyju árið 2010, Tianhuangping í Kína árið 2009, Síberíu árið 2008 og grísku eyjarinnar Kastellorizo sama ár. Hann mun sýna hvernig nýjustu sólkönnunarför (Solar Dynamics Observatory, STEREO og Hinode t.d.) eru nýtt samhliða athugunum á jörðu niðri á sólmyrkvum.

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband