Silfurský á himninum

Þegar ég var að aka Sæbrautina á miðnætti í gærkvöldi þá kom ég auga á sérkennilega hvíta skýjaslæðu í norðurátt. Ég hafði aldrei séð svona fyrirbæri áður en renndi strax í grun að þetta væru svonefnd silfurský (noctilucent clouds á ensku).

Í stuttu máli þá eru silfurský þunnar skýjaslæður sem eru langt fyrir ofan veðrahvolfið í um 75-90 km hæð. Þar sem þau liggja í svo mikilli hæð þá nær sólin að lýsa þau upp löngu eftir að hún er sest. Hér er fyrirtaks grein eftir Trausta Jónsson um silfurský á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Þegar ég bjó í Edmonton í Kanada 2009 þá hitti ég áhugamenn um silfurský sem skrá hjá sér hvenær þau sjást og safna saman upplýsingum um þau. Ég ætla í framhaldinu að hafa samband við þá sem sjá um söfnun athugana fyrir Bretland og Norðvestur-Evrópu.

Hér að neðan eru tvær myndir sem undirritaður tók af silfurskýjunum frá Seljavegi um kl. eitt í nótt (9. ágúst). Myndavélin er mjög einföld Sony myndavél og náði engan veginn að fanga fegurð skýjanna.

silfursky 9 agust 2011-1-minnkud  

silfursky 9 agust 2011-2-minnkud 

-Sverrir Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var á leið heim úr giftingu þegar ég sá þessi ský og þvílík fegurð...

Varð að taka mynd af þessu en það var á gamlan gemsan þannig útkoman var síður gáfulegri, m.ö.o glæsilega grain-í og slæm upplausn en fegurðin í skýjunum sást þó =D

Kristinn I Þórarinsson (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 14:48

2 identicon

Skemmtilegt að rekast á þessa frétt. Ég og bróðir minn vorum vakandi mjög snemma á sunnudagsmorgun og þá sáum við ský svipuð þessum. Þetta voru svona ljósbláar slæður sem bylgjuðust mjög hægt yfir himininn. Frekar magnað. Ég veit ekki hvort þau ský séu af sömu tegund og þessi á þínum myndum, en það er líklegt.

Hér er linkur á mynd af fyrirbærinu.

http://sweet-life.org/downloads/IMG_2837.jpg

Loftur Gudmundsson (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 15:25

3 identicon

Mig langaði bara að benda ykkur á að margir ljósmyndaáhugamenn náðu alveg gullfallegum myndum af þessu fyrirbæri, hægt að sjá nokkrar þeirra á þessum þræði hér http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=69557&postdays=0&postorder=asc&start=0

Mikið ofsalega hefði ég viljað sjá þetta sjálf!

Ingibjörg Ben (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 15:51

4 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ég vil þakka fyrir góðar athugasemdir og ábendingar. Myndin þín, Loftur, er einnig af silfurskýjum. Það er síðan gaman að sjá hve margir náðu að taka myndir af silfurskýjunum í nótt.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 9.8.2011 kl. 16:51

5 identicon

Sólstormar kringum 4. til 5. ágúst orsökuðu þetta sennilegast.

Áhrifin vöruðu í minnst 3 daga. Mest sá ég af þessu 6. ágúst. Þá var himininn upplýstur af þessu í átt til sólar.

Hörður I Kjartansson (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 16:56

6 identicon

Þetta sést oft á þessum árstíma.

Hef tekið myndir á hverju ári undanfarin ár.

Ágætar upplýsingar á vef Veðurstofunnar:

http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1002

Það má segja að þetta séu sumarský (haust) en glitský einskonar vetrarský, en þau eru ekki síður glæsileg:

http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/355

ÁG

Agust Gudmundsson (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband