Curiosity tekur magnaða sjálfsmynd!

curiosity-sjalfsmynd.jpg

Mynd: NASA/JPL-Caltech/Malin Space Science Systems/Sævar Helgi Bragason (samsetning)

Vááááá! 

Í gær tók Curiosity stórkostlega mynd af sjálfum sér með MAHLI (Mars Hand Lens Imager) smásjánni/myndavélinni á tækjaarminum sínum.

Myndirnar bárust til jarðar í nótt og eru hreint stórkostlegar.

Ég tók mér það bessaleyfi að skeyta nokkrum saman og skerpa örlítið. Útkoman er hér fyrir ofan. Smelltu tvisvar á myndina og sjáðu hvernig umhverfið speglast í „augunum“ í mastrinu. Á skrokknum sjást opin á SAM og CheMin tækjunum (bæði lokuð á myndinni).

Lokaútgáfa myndarinnar mun sýna jeppann í heild sinni og verður alveg hreint mögnuð þegar atvinnumennirnir eru búnir að setja hana saman. Ég get ekki beðið eftir að sjá hana. Hún mun birtast á næstu dögum, kannski á morgun.

Sem sagt, bíðið bara, það besta er eftir.

Á morgun klukkan 17 að íslenskum tíma verður blaðamannafundur hjá NASA/JPL þar sem fyrstu niðurstöður SAM á lofthjúpi Mars verða kynntar. Orðrómur hefur verið uppi á netinu um að jeppinn hafi greint metan í lofthjúpnum en það kemur bara í ljós. Ég mun alla vega segja ítarlega frá þessum niðurstöðum annað kvöld.

Mikið djöf er þetta svalur jeppi!

- Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mynnir á Wall.E

Gunnlaugur Sigurdsson (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 00:07

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Wall E byggir einmitt að hluta á forverum Curiosity, þeim Spirit og Opportunity.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 2.11.2012 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband