Komdu í halastjörnuskoðun með Stjörnuskoðunarfélaginu á sunnudagskvöld!

Næsta sunnudagskvöld (17. mars), milli klukkan 20:00 til 22:00, mun Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness bjóða áhugasömum að skoða halastjörnuna PanStarrs og fleiri forvitnileg fyrirbæri á himninum. Við verðum ekki við Valhúsaskóla að þessu sinni, heldur golfskála Golfklúbbsins Ness (sjá kort). Þar er útýnið mjög gott í vestur og myrkur fínt miðað við höfuðborgarsvæðið.


View Larger Map

 

Ef þú átt stjörnusjónauka og kannt lítið sem ekkert á hann er þetta líka kjörið tækifæri til læra á sjónaukann með hjálp félagsmanna. 

Halastjarnan er fremur dauf og sést best með handsjónauka, sér í lagi halinn. Ef þú átt handsjónauka, skaltu endilega taka hann með.

Á himninum þetta kvöld er annars margt að sjá. Tunglið er vaxandi og skammt frá Júpíter í Nautsmerkinu og þar fyrir neðan veiðimaðurinn Óríon, eins og sjá má á kortinu hér undir.

screen_shot_2013-03-15_at_2_39_56_pm.png

Stjörnukortið er úr forritinu Stellarium en það er bæði ókeypis og á íslensku (sækja hér). 

Allir út að kíkja!

- Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband