Kort af staðsetningu Panstarrs á kvöldhimninum

Hér er kort úr Stellarium sem sýnir staðsetningu halastjörnunnar á himninum annað kvöld.

Panstarrs-16-17-mars-2013

-Sverrir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég sá halastjörnuna áðan !
.
Hér í uppsveitunum við jaðar hálendisins hefur verið bjart og fallegt veður í allan dag en frekar svalt.   Þar sem Bjarnarfellið byrgir útsýnið til vesturs skrapp ég niður að Faxa og var kominn þangað um kl. 20:50. Ég var nokkuð fljótur að finna halastjörnuna lágt á vesturhiminum með handsjónaukanum (Canon 15x50 Image Stabilizer) og sá hana nokkuð vel þó himininn væri enn frekar bjartur. Ég gat greint hana án sjónaukans en sá þá ekki halann, aðeins daufa stjörnu, og hefði ekki fundið hana án sjónaukans. Ég stillti upp myndavélinni á þrífæti og ætlaði að smella af myndum, en þá hrönnuðust skyndilega upp ský og byrgðu sýn  )-:   ÆÆÆ...

Halastjarnan var þó fjarri því að vera eins glæsileg og McNaught 2007 og Hale-Bopp 1997:
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/99426/

Ágúst H Bjarnason, 16.3.2013 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband