Google merkið í dag

Hefur þú séð Google merkið í dag?

galileo09

Í dag, 25. ágúst, eru 400 ár liðin frá því að Galíleó Galílei sýndi öðrum í fyrsta sinn það sem hann sá með sjónaukanum sínum. Galíleó setti sjónaukann sinn upp á Markúsartorgi í Feneyjum og sýndi þar fyrirmönnum það sem fyrir augum bar. Mönnum þótti mikið til koma að sjá hluti eins og skip úr mikilli fjarlægð og sáu mikla möguleika í þessari nýju uppfinningu, sem reyndar var hollensk, en Galíleó var hafði nú ekkert alltof hátt um það. Eftir þennan gjörning voru laun Galíleós tvöfölduð og var hann ennfremur æviráðinn við Padúaháskóla. 

Galíleó heillaðist af því sem fyrir augum bar þegar hann beindi sjónauka sínum í fyrsta sinn til himins stuttu seinna. Á ári stjörnufræðinnar upplifa milljónir manna þessa sömu tilfinningu þegar stjörnuáhugamenn um heim allan sýna fólki, í fyrsta sinn, undur alheimsins með uppfinningunni sem Galíleó breytti sögunni með. 

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Galíleó beindi sínum sjónauka til himins. Í dag fylgjast geimsjónaukar, risasjónaukar á jörðu niðri auk þeirra milljóna stjörnusjónauka í eigu áhugafólks, stöðugt með alheiminum. Á Skólavörðuholti næsta mánuðinn getur þú skoðað listaverkin sem búin hafa verið til með stjörnusjónaukanum á ljósmyndasýningunni From Earth to the Universe. Við hvetjum alla til að skoða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband