From Earth to the Universe í tíufréttum RÚV

Ég veit ekki hversu margir sáu tíufréttir á RÚV í gærkvöldi. Í lok fréttatímans var sýnt frá ljósmyndasýningunni okkar From Earth to the Universe á Skólavörðuholti fyrir framan Hallgrímskirkju. Á sýningunni eru tuttugu og sex glæsilegar ljósmyndir af undrum alheimsins. Hægt er að skoða myndskeiðið hér (http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4467526/2009/08/31/11/).

Hingað til hafa þúsundir skoðað sýninguna og ég veit til þess að skólahópar leggja leið sína þangað. Fyrir vikið er þetta eitt best heppnaða verkefni okkar á ári stjörnufræðinnar. Fallegar ljósmyndir grípa. Sýningin mun standa yfir í að minnsta kosti mánuð svo enn er nægur tími fyrir ykkur sem enn eiga eftir að skoða hana. Við hvetjum ykkur eindregið til að skoða þessar gullfallegu ljósmyndir.

*Uppfært* Sverrir er búinn að setja þetta inn á YouTube svæði Stjörnufræðivefsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband