Íslenst stjörnukort fyrir október

Stjörnuskoðun mánaðarinsVið höfum sett upp stjörnukort sem sýnir næturhimininn yfir Íslandi á milli kl. níu og tíu á kvöldin í október (á íslensku að sjálfsögðu!). Á kortinu má finna reikistjörnurnar sem sjást á kvöldin, stjörnumerkin og áhugaverð fyrirbæri. Þessu til viðbótar fylgir leiðarvísir um stjörnuhimininn fyrir byrjendur í stjörnuskoðun.

Hér er stjörnukortið ásamt leiðarvísi á Stjörnufræðivefnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ég var að skoða kortið, af hverju er vestur til hægri frá norðri og austur til vinstri?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 30.9.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Góð spurning! Ég hef greinilega ruglast við uppsetningu á kortinu. Set nýtt kort inn við fyrsta tækifæri. Bestu kveðjur, Sverrir

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 1.10.2009 kl. 05:11

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Skrifaði fyrri athugasemd í flýti því ég hélt að ég hefði ruglast. Sé núna að kortið er í réttu samræmi við þá hefð sem hefur myndast varðandi framsetningu stjörnukorta.

Kortið miðast við að þú snúir í suður og haldir því uppréttu. Þá vísar suður niður á við, austurhliðin í austur og vesturhliðin í vestur. Í raun gerist það sama óháð því í hvaða átt þú snýrð (þú getur t.d. prófað norður) ef áttin á kortinu vísa niður og passar við áttina við sjóndeildarhringinn (svolítið flókið orðalag hjá mér en vona að þetta skiljist).

Þessar leiðbeiningar ættu hins vegar tvímælalaust að koma fram á blaðinu. Bæti því inn í nóvemberútgáfuna. Þetta verkefni er enn í mótun svo ég er mjög ánægður með að fá ábendingar eins og þessa.

Bestu kveðjur, Sverrir

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 1.10.2009 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband