11.11.2009 | 11:50
Hasarinn í miðju Vetrarbrautarinnar - myndir
Ætli Vísir.is - myndir aðferðin virki svona vel? Ætla að prófa þetta aftur.
Í gær birti NASA ljósmynd sem tekin var með þremur geimsjónaukum, Hubble, Spitzer og Chandra. Myndin er af miðju Vetrarbrautarinnar og sýnir hasarinn sem þar er með tilheyrandi litadýrð.
Smelltu hér til að sjá myndina í öllu sínu veldi og umfjöllun um það sem sést á henni. Ó boj ó boj hvað það er þess virði.
Mér finnst alltaf jafn magnað að hugsa til þess hvað við erum heppin að vera uppi á þeim tíma, þegar við eigum tæki og tól til sem gera okkur kleyft að skyggnast inn að miðju Vetrarbrautarinnar, og sjá þar hluti sem enginn hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér.
Vísindin færa okkur listaverk náttúrunnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst "Vetrarbraut" eitthvað svo hallærislegt nafn.. er ekki hægt að koma með eitthvað betra?
DoctorE (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 12:07
Hún sést aðeins á veturna og liggur eins og braut eða vegur yfir himinninn. Mér finnst þetta ágætt orð. Enska orðið yfir Vetrarbrautina okkar er "Milky Way" sem stundum hefur verið þýtt sem Mjólkurslæðan á íslensku. Enska orðið yfir vetrarbrautir er galaxy og í dönsku t.d. er það orð notað og jafnvel sænsku að ég held líka. Galaksen eða eitthvað í þá áttina. Aftur á móti heitir Vetrarbrautin okkar "Vintergatan" á sænsku en "Mælkevejen" á dönsku.
Einhverjar tillögur um betra orð?
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 11.11.2009 kl. 12:13
Er "Stjörnuþoka" eða "Stjörnuþyrping" ekki hið eina rétta orð yfir allar stjörnuþokur/þyrpingar ... Og Vetrarbrautin þá heiti stjörnuþokunnar sem við tilheyrum?
Hef alltaf séð þetta þannig.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 12:33
Jú.. alveg rétt.. er það ekki stjörnuþoka, það er ágætt orð
DoctorE (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 13:51
Glæsilegar myndir. Vetrarbrautin er fínt nafn. Er áttavísirinn þarna ekki skakkur, (austur ætti að vera vestur t.d. - nú eða norður suður)?
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 15:16
Áttavitinn er réttur. Þetta kemur heim og saman við staðsetningu Bogmannsins á himinhvelfingunni og áttirnar út frá honum. Ég veit þetta kemur skringilega fyrir sjónir, sérstaklega með austur-vestur stefnuna, en þarna er líklegast um speglun á áttunum að ræða.
Stjörnuþoka er fínt orð. Í dag er það notað yfir öll þokukennd fyrirbæri sem við sjáum berum augum á himninum, en þegar betur er að gáð í stjörnusjónauka sést að þokurnar flokkast í hefðbundnar stjörnuþokur (nebula) (gas- og rykský), stjörnuþyrpingar (cluster) (hóp stjarna þétt saman) og svo vetrarbrautir (galaxies) sem eru langt utan við okkar eigin Vetrarbraut. Það má auðvitað kalla þetta allt stjörnuþokur en það er ágætt að gera líka greinarmun því fyrirbærin eru harla ólík. Þegar Edwin Hubble uppgötvaði, snemma á 20. öld, að þyrilþokurnar voru aðrar vetrarbrautir breyttist þetta.
Annars er þetta bara flokkunarleg spurning. Mér er persónulega slétt sama hvort fólk notar orðið stjörnuþoka eða vetrarbraut. Mér finnst orðið vetrarbraut mjög fallegt og lýsandi fyrir fyrirbærið.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 11.11.2009 kl. 15:49
Ég forðast að nota orðið stjörnuþoka vegna þess að það getur átt við svo margt eins og bent er á að ofan. Þokukennt fyrirbæri á næturhimninum getur verið hvað sem er. Hlekkurinn fyrir ofan á stjörnuþokuna kalla ég hringþoku enda er hún ekki "þoka af stjörnum" heldur upplýst gas. Vetrarbraut er barasta ágætt orð.
Kári (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 15:57
Fyrirsögnin á þessari færslu trekkir.
Kama Sutra, 11.11.2009 kl. 21:55
Á ekki að vera svarthol þarna einhverstaðar?
Makki (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 23:50
Jú, svartholið er þarna, falið bak við gas- og ryk í Sagittarius A.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 12.11.2009 kl. 10:06
Ég hlekkjaði á þig (ykkur) með tengingu í mína þráhyggju
http://www.kt.blog.is/blog/kt/entry/978467/
Kristinn Theódórsson, 12.11.2009 kl. 11:13
Takk kærlega fyrir það. Því fleiri sem fá notið þessarar myndar, því betra. Þetta er nefnilega óhemju fallegt!
Ég (Sævar) kíki reglulega á bloggið þitt enda ekki minni hasar þar en í miðju Vetrarbrautarinnar.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 12.11.2009 kl. 11:57
Það eru margir reiðir, sem koma á blogg Kristins, sem ekki bara halda að þar sé miðja vetrarbrautarinnar, heldur miðja alheimsins.
Annars finnst mér vetrarbrautin vinarlegt og einkennandi nafn. Betra en mörg þessara kryptuðu nafna á fyrirbrygðum geimsins. Stjörnuþoka er nafn á fyrirbærinu og það eru milljarðar slíkra, sem vitað er um. Vetrarbrautin er okkar heimavöllur og við erum minna en ekkert þar í útjaðrinum. Varla atóm.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2009 kl. 13:36
Í samhengi alheimsins er manneskjan varla meira en hugarburður. Fyrir utan það að í bókstaflega samsett mestmegnis úr engu.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2009 kl. 13:38
Takk fyrir skemmtilegt blogg (og greinargóð svör :)
kobbi
. (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 19:16
Risabloggararnir eru farnir að vitna í Stjörnufræðivefinn.
http://silfuregils.eyjan.is/2009/11/11/midja-vetrarbrautarinnar/
Kama Sutra, 12.11.2009 kl. 19:40
Já, ég tók eftir því. Til hamingju með það.
Kristinn Theódórsson, 12.11.2009 kl. 19:44
Já, gaman að þessu. Vildi bara að við fengjum jafnmikla traffík og hann. En það kemur, ég er sannfærður um það.
En takk annars fyrir allar athugasemdirnar, það er ánægjulegt að á einhverjum bloggum sé ekki bara verið að þvarga.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 12.11.2009 kl. 20:42
Auðvitað er þessi mynd þarna í vissum skilningi feik as hell.
Meina, sambland af infrared tækni og x-ray og eg veit ekki hvað. Mjatlað einhvernveginn saman að sögn. (Og líklega rennt í gegnum photoshop græjuna í restina)
Þetta er ekkert eins og raunverulega birtist skynjun mannskepnunnar allra jafnan.
Ergo: Existar ekki !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.11.2009 kl. 22:48
Myndin er samblanda af innrauðri geislun, röntgengeislun, nær-innrauðu og sýnilegu ljósi. Mannsaugað myndi að sjálfsögðu ekki greina þetta svona. Það sem mannsaugað sæi væri aftur á móti stórfenglegt líka. En svona lítur miðja Vetrarbrautarinnar út á nokkrum bylgjulengdum ljóss. Þess vegna er ekkert feik við myndina. Geislunin er svo sannarlega til staðar. Við notum liti til að hjálpa okkur að skyggnast út fyrir hinn sýnilega hluta rafsegulrófsins og túlka misorkurík svæði.
Þessi mynd sýnir líka hvað niðurstöður vísindanna geta verið óskaplega listræn og á sama tíma uppfullar af fróðleik.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 12.11.2009 kl. 22:58
Ómar Bjarki, ef þú stendur í niðamyrkri og sérð hóp manna í nætursjónauka, myndirðu fullyrða að þeir "existuðu" ekki?
Efni er endalaust að umbreytast í orku á hinum ýmsu tíðnisviðum, sem okkar ófullkomna auga nemur ekki. Þú sést í nætursjónauka af því að þú ert stöðugt að brenna og umbreytast, gefa frá þér geislun á margskonar tíðni og í myrkri er hægt að sjá þig á marga vegu með misjöfnum nemum.
Fullyrðing þín er svipuð og að segja að heimurinn hætti að vera til þegar þú lokar augunum.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2009 kl. 03:03
Það eina sem gæti gert fullyrðingu þína rétta er sú staðreynd að á þessu augnabliki er líklegt að ekkert af þessu sé jafnvel til í þeirri mynd sem það birtist og sumt alls ekki. Það gerir náttúrlega fjarlægðin og sá tAími, sem það tekur ljós og annarskonar tíðni að berast til okkar. Margar af þeim stj´örnum, sem við sjáum á himninum eru því ekki til í dag og vafalaust eru margar nýjar komnar í staðinn. Þetta veistu náttúrlega, af því að þetta er kennt í grunnskólum.
Er þetta ekki alveg hreint stórkostlegt?
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2009 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.