Loksins! Vatn í töluverðu magni

Þann 9. október síðastliðinn lét NASA skeyti rekast á tunglið í gíginn Cabeus en á botni hans hefur sólarljós hefur aldrei náð á skína. Lesa má um árekstur farsins LCROSS á Stjörnufræðivefnum. Strax eftir áreksturinn birtum við frétt þar sem stóð meðal annars: Því miður sást enginn efnismökkur stíga upp frá tunglinu á myndunum í beinu útsendingunni, sem verður að teljast nokkur vonbrigði, þótt þetta hafi vissulega verið möguleiki sem fáir gerðu ráð fyrir

Þótt ekki hafi sést mökkur frá árekstrinum í beinu útsendingunni þá var könnunarfarið LCROSS búið nákvæmum mælitækjum sem gat rýnt í þann mökk sem steig upp í um 1.6 km hæð (en náði ekki út fyrir brún gígsins). Nú eftir að vísindamenn hafa rýnt í gögnin hafa þeir fullyrt að ásamt miklu ryki og grjóti hafi töluvert magn íss fundist í mekkinum. Einn vísindamannana segir að vatnsmagnið í skvettunni gæti numið um hundrað lítrum en það er of fljótt að segja til um það nákvæmlega. Það eina sem vitað er fyrir víst að litrófsmælir LCROSS gaf mjög skýrt til kynna að vatn hafi verið til staðar. Önnur efnasambönd gáfu sig ekki jafnvel til kynna en markmið verkefnisins er að bera kennsl á öll efnasambönd jarðvegsins og ákvarða magn hvers og eins.

Michael Wargo sérfræðingur hjá NASA segir að LCROSS hafi bætt við mikilvægum upplýsingum um vitneskju okkar um tunglið. "Þessi uppgötvun vatnsíss í árekstrarmekkinum er mikilvægur fyrir vísindasamfélagið og einnig vegna þess að vatnsbirgðir á tunglinu myndu reynast ómetanleg uppspretta fyrir tunglkönnuði framtíðarinnar". Eins og kom fram á Stjörnufræðivefnum fyrir nokkrum vikum væri unnt að vinna súrefni, drykkjarvatn og jafnvel eldsneyti úr vatninu á tunglinu.

Meira kemur innan skamms.


mbl.is Vatn finnst á tunglinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lítum okkur nær!

Er eitthvað að sækja til tunglsins?

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 20:53

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jaá set nú vissan fyrirvara við þetta.  Er jafnvel ekki viss um að eg kaupi þetta sisona.  Eg er skeptískur þessu viðvíkjandi.

Vatn á tuglinu.  Hvað næst ?  Bara gróðurvinjar og blómleg menning ?

En ok. gefum okur að svona sé - hvaðan kom þá þessi ís.  Var snjókoma á tunglinu eða hvað.  (já eg veit, það eru nokkrar kenningar um hvernig þetta gæti verið tilkomið)

Ennfremur hlýtur að þurfa að hreinsa þetta í bak og fyrir til að sé drykkjarhæft.

Þetta er langsótt.  Bækistöð á tunglinu 2020 o.þ.h. En sjáum til. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.11.2009 kl. 23:35

3 identicon

Þó svo að þarna væri hægt að kreista einhverja vatnsdropa út úr drullunni sem þarna er;

er það þá fyrirhafnarinnar virði?

AÐ koma þar upp einhverri bækistöð til að komast lengra út í geiminn?

Hvert vilja menn komast og til hvers?

Ég skil ekki hvernig það getur farið saman; geimferðir upp á hundruði milljarða og svo met-halli á fjárlögum hjá Cananum.

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 10:52

4 identicon

Erum við að leita að vitsmunalífi í geimnum en sjáum ekki skóginn fyrir trjám?

(Virtir prófessorar hjá NASA leiða umræðuna)

http://www.youtube.com/watch?v=-pKGIPKxRuo&feature=related

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 10:59

5 identicon

Það er greinilegt að við þurfum ekkert á geimvísindastofnun eins og NASA að halda þegar hægt er að kalla á liðsstyrk Jóns Þórhallssonar og Ómars Bjarka Kristjánssonar.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 13:24

6 Smámynd: Einar Steinsson

Ef "Ómarar" og "Jónar" heimsins hefðu fengið að ráða værum við ennþá uppi í trjánum.

Einar Steinsson, 14.11.2009 kl. 18:18

7 Smámynd: Arnar

"Ómurnum" og "Jónunum" hefði þótt tréin slæm hugmynd til að byrja með..

Arnar, 15.11.2009 kl. 00:13

8 Smámynd: Kama Sutra

"Ómarar" og "Jónar" væru ennþá á örverustiginu.

Kama Sutra, 15.11.2009 kl. 02:40

9 identicon

@jón og ómar, mistuð þið af setninguni "súrefni, drykkjarvatn og jafnvel eldsneyti"   fyrir utan að skoða geimin betur þá menn eru eithvað dreima um að ná td. í helíu-3 og fleiri orku lindir sem geta leinst þarna

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 04:25

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Jónar og Ómarar eru mjög nauðsynlegir fyrir svona umræðu...

Haraldur Rafn Ingvason, 16.11.2009 kl. 00:46

11 Smámynd: Arnar

Jón & Ómar, þetta snýst ekki um að sækja eitthvað til tunglsins og flytja til jarðar.  Þetta snýst um það hvað þarf að flytja frá jörðinni þegar við ferðumst frá henni.  Þyngdarafl jarðar er mun meira en þyngdarafl tunglsins þannig að með því að skera niður þá þyngd sem þarf að taka með sér frá jörðu, td. á ferð til mars eða lengra, því ódýrara verður ferðalagið.

Sama má segja um varanlega útstöð á tunglinu, því minni vistir sem þarf að flytja þangað því ódýrara og hagkvæmara verður að koma stöðinni upp.

PS., Við erum öll geimverur.

Arnar, 16.11.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband