Vísindaþátturinn í dag

Það er ekki enn búið að reka okkur Björn Berg af Útvarpi Sögu og vonandi gerist það ekki í bráð. Við höldum því ótrauðir áfram að breiða út fagnaðarerindið, vísindin. 

Í Vísindaþættinum í dag verðum við með símaviðtal við Hafdísi Hönnu Ægisdóttur. Hafdís er líffræðingur og mun á laugardaginn kemur flytja erindi um lífríki eyja í tilefni Darwin daga 2009. Ég veit svo sem ekki neitt um þetta viðfangsefni, en finnst það spennandi. Arnar Pálsson hefur skrifað nokkur orð um þetta sem vert er að vísa á.

Vísindaþættir síðustu tveggja vikna eru loksins aðgengilegir á vefnum. Fyrir tveimur vikum ræddi Björn Berg við eina fastagest þáttarins, Martin Inga Sigurðsson, um kerfislíffræði. Fyrir viku ræddum við Björn við Gísla Sigurðsson, prófessor við Árnastofnun, um goðsögur Snorra-Eddu og hvar finna má lýsingar á ýmsum náttúrufyrirbærum þar. Mér þótti það sérstaklega áhugavert.

Hægt er að nálgast alla Vísindaþættina á Stjörnufræðivefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kama Sutra

Eftir síðustu "afrek" útvarpsstýrunnar á Sögu er Vísindaþátturinn eina ástæðan sem ég hef núna til að kveikja á þeirri stöð.  Ég hef reynt að missa ekki af þættinum ykkar.  Spurning hvenær hann verður ritskoðaður líka.  Verðið þig ekki að fara að passa ykkur þarna?  Má t.d. ennþá tala um þróunarkenninguna á Útvarpi Sögu?

Takk fyrir góða þætti.

Kama Sutra, 17.11.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk kærlega fyrir það. Við reynum að vanda okkur og bjóða upp á góða umfjöllun um vísindi. Vonandi hefur það tekist að einhverju leyti, en að sjálfsögðu viljum við alltaf gera betur. Ég hef enga trú á að við verðum ritskoðaðir, enda umfjöllunarefni þáttanna ekki mjög eldfimt. Það má alveg hrósa Arnþrúði fyrir að vilja bjóða upp á þátt um vísindi, það er því miður ekkert slíkt á öðrum stöðvum.

Þróunarkenningin er einfaldlega staðreynd og fólk sem heldur öðru fram verður bara að kyngja því. Ég er í jarðfræðinámi við HÍ þar sem við lærum meðal annars steingervingafræði og jarðsögu. Þróunin einfaldlega blasir við. Ég tek annars ekki þátt í rökræðum um þróun vs. sköpun einfaldlega vegna þess að þetta er ekkert "issue". Þróun er staðreynd.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 17.11.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband