12.6.2007 | 14:30
Háskerpumyndir af yfirborði Mars
Nýlega var bætt úr aðgengi almennings að myndum frá HiRISE (High Resolution Imaging Science Experiment) myndavélinni um borð í MRO-geimfarinu. Nú getur hver sem er farið inn á vefsíðuna hirise.lpl.arizona.edu og skoðað smáatriði á yfirborðinu í mikilli upplausn. Þótt MRO-geimfarið hringsóli um rauðu reikistjörnuna í um 300 km hæð getur það greint fyrirbæri sem eru 1,5 m að þvermáli!
Hér er slóð á eina af frægustu myndunum sem HiRISE hefur tekið þar sem sjá má Opportunity könnunarjeppann við brún gígsins Viktoríu.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.6.2007 | 11:35
Til hamingju Kristján!

![]() |
Hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda og tækniráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2007 | 13:32
Twinkle, Twinkle, little star
"Twinkle, twinkle, little star,
We know exactly what you are:
Nuclear furnace in the sky ,
You'll burn to ashes, by and, by.
But twinkle, twinkle, quasi-star,
Biggest puzzle from afar;
How unlike the other ones,
Brighter than a trillion suns.
Twinkle, twinkle, quasi-star,
How we wonder what you are..."
-eftir G. Gamov og N. Calder
Flestir Íslendingar muna eftir skýrskotun HLH-flokksins í þetta kvæði á sínum tíma. Hér eru höfundar þó ekki að fjalla um gamalt og gott lag heldur svokölluð dulstirni (e. quasars). Dulstirni voru eitt sinn ein helsta ráðgáta stjörnufræðinnar eins og íslenska nafnið ber með sér (dularfull stjarna). Ráðgátan um dulstirnin hélt mörgum vísindamönnum andvaka á nóttunni um árabil. Þau einkennast af því að vera gríðarfjarlæg og lygilega björt en ljósið sem við sjáum frá þeim lagði af stað til okkar þegar alheimurinn var ennþá á ungabarnsaldri. Í dag er vitað með nokurri vissu að dulstirnin eru svokallaðar virkar vetrarbrautir þar sem risasvarthol er að éta upp efni.
5.6.2007 | 14:09
Bók vikunnar...

Gefum henni 4 af 5.
Bækur | Breytt 6.6.2007 kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.6.2007 | 15:22
Sundlaugajörð
Tvö tímabil í jarðsögunni eru kölluð Snjóboltajörðin, fyrst fyrir um 2.5 milljörðum ára og síðan fyrir 800 til 600 milljón árum síðan. Þá var nær öll jörðin þakin ís til lengri tíma. Hinar "seinni tíma" ísaldir sem flestir kannast við eru aðeins smá kuldahrollar í samanburði við snjóboltajörðina. Þá, og á ísöldunum, var vandamálið einmitt þveröfugt við núverandi hlýnun. Þá náðist varminn ekki að festa sig á jörðinni því hvítur ísinn endurspeglaði nær allri sólarorkunni út í geim. Meiri ís þýddi minni varmi sem þýddi enn meiri ís. Núna eigum við í höggi við þveröfugan vítahring: Minni ís = minni endurspeglun = meiri varmi = enn minni ís. Mennirnir eru að grafa sína eigin gröf. Ég legg til að framtíðarástand jarðarinnar verði kallað sundlaugajörðin (sbr. snjóboltajörðin).
Ég vil einnig vara fólk við fréttum sem gera lítið úr vandamálinu. Vísindamenn eru allir sammála um að loftlagsbreytingarnar eru raunverulegt og mjög alvarlegt vandamál. Sumir fjölmiðlar virðast hins vegar ná að draga úr trúverðugleika þeirra (sérstaklega í BNA). Hverjum ætlum við að treysta betur fyrir að lýsa ástandi jarðarinnar: blaðamönnum eða vísindamönnum?
![]() |
Bráðnun íss hraðar áhrifum hlýnunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.6.2007 | 22:59
Ferðalag um Suður-Ameríku
Eftir örfáa tíma (klukkan 07:40 á sunnudagsmorguninn 3. júní) legg ég af stað ásamt Ingu kærustunni minni til Suður-Ameríku. Við fljúgum fyrst til London og tökum svo flug síðar um kvöldið með British Airways suður til Sao Paulo í Brasilíu. Á ferðalaginu munum við heimsækja Brasilíu, Argentínu, Chile, Bólivíu, Perú og Ekvador. Í Chile ætla ég að sjáflsögðu að fara í stjörnuskoðun nokkur kvöld í röð með stórum og góðum stjörnusjónaukum. Í Ekvador er svo ætlunin að sigla út í Galapagos eyjar. Það er vægast sagt mjög spennandi að ferðast um slóðir Charles Darwin.
Ég mun skrifa um ferðalagið á http://pioneer.blog.is
- Sævar Helgi
Vísindi og fræði | Breytt 4.6.2007 kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2007 | 13:36
Enn eitt meistaraverkið frá Hubblessjónaukanum
Vá! Hubblessjónaukinn hefur sent frá sér enn eitt meistaraverkið; stórkostleg mynd af þyrilvetrarbrautinni M81.
Þú getur smellt á myndina til þess að skoða hana í fullum skrúða.
M81 er þyrilvetrarbraut í 11,6 milljón ljósára fjarlægð. Við erum sem sagt að sjá hana eins og hún leit út fyrir 11,6 milljónum ára, löngu áður en menn komu til sögunnar á jörðinni. Á myndinni sést þyrillögunin mjög vel. Þyrilarmarnir innihalda bjartar, ungar og heitar stjörnur og gas- og rykský sem er hráefnið í nýjar stjörnur, ný sólkerfi og nýtt líf. Myndin frá Hubblessjónaukanum er í svo góðri upplausn að greina má stakar stjörnur í vetrarbrautinni, lausþyrpingar og kúluþyrpingar. Þetta risastóri stjörnuskari inniheldur yfir 100 milljarða stjarna. Mjög auðvelt er að greina þessa vetrarbraut með litlum stjörnusjónauka en hún tilheyrir merki Stórabjörns.
Skyldi einhver þarna vera að horfa yfir til Vetrarbrautarinnar okkar og velta fyrir sér hvort þar sé líf?
Vísindi og fræði | Breytt 4.6.2007 kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2007 | 00:22
Gammablossar skoðaðir
Í dag hélt Níels Karlsson meistaraprófsfyrirlestur í stjarneðlisfræði. Hann fjallaði um notkun gammablossa til að ákvarða heimslíkanið okkar.
Þegar við tölum um heimslíkanið okkar, þá er verið að meina hvernig alheimurinn, sem við búum í, hefur þróast gegnum tíðina og hvernig hann mun koma til með að þróast í framtíðinni. Gammablossar, þessir orkumestu atburðir í alheiminum gætu þannig varpað ljósi á hvernig útþensla alheimsins hefur hegðað sér í fortíðinni.
Gammablossar myndast þegar mjög massamikil stjarna fellur saman í svarthol. Á myndinni sést tölvugerð listamannsmynd af gammablossa sem spýtast ávallt út í strókum eftir snúningsásum svartholsins.
Vísindi og fræði | Breytt 4.6.2007 kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 22:21
Andlitið á Mars
Í júlí 1976 sveimaði Viking 1 geimfarið yfir Mars í leit að heppilegum lendingarstað fyrir systurfar sitt Viking 2. Ákjósanlegasta svæðið var á norðurhluta Mars sem kallast Cydonia. Myndir sem geimfarið sendi til jarðar sýndi sléttlendi og hæðir - hefðbundið landslag á Mars. Ein myndanna vakti þó meiri athygli en nokkur önnur, enda virtist hún sýna andlit sem starði út í geiminn.
Vísindamenn NASA töldu að þessi skrítna mynd myndi vekja áhuga fólks og birtist hún viku síðar í dagblöðum. Í myndatextanum stóð að myndin sýndi veðrað sléttlendi og að bergmyndunin fyrir miðju líktist mannsandliti vegna skugga sem virðast framkalla augu, nef og munn.
Það kom vísindamönnum nokkuð á óvart að sumt fólk taldi andlitið alls enga skynvillu. Því var haldið fram að um raunverulegt andlit væri að ræða, reist af vitsmunaverum til að vekja athygli manna þegar við hefðum tæknina til að fljúga til Mars. Minnir óneitanlega á 2001: A Space Odyssey! Næstu tvo áratugi ræddu áhugamenn um fljúgandi furðuhluti og geimverur um andlitið í fjölmiðlum og á fleiri stöðum. Fólk taldi sig meira að segja sjá borgir, pýramída og aðrar byggingar á yfirborðinu.
Árið 1998 tók Mars Global Surveyor geimfarið aðra mynd af andlitnu í tíu sinnum betri upplausn en myndin frá Viking. Á myndinni sást fátt óeðlilegt. Flestir töldu sig sjá náttúrulegt fyrirbrigði. Unnendur samsæriskenninga héldu nú fram að NASA væri að reyna fela andlitið.
Þegar málið er skoðað er augljóst að hugmyndin um andlit sem merkjatæki er vægast sagt skrítin. Ef vitsmunaverur byggðu andlitið, hefðu þær þurft að gera það á seinustu hundruð þúsundum ára því mannkynið er ekki mikið eldra. Ef geimverur hefðu heimsótt jörðina fyrir 100 milljón árum, er líklegt að þær hefðu byggt risaeðliandlit. Annars væri það mögnuð tilviljun að þær slysuðust til jarðar þegar við vorum nýkomin til sögunnar.
Minna hefur borið á umræðum um andlit á Mars síðustu ár. Í apríl 2001 tók Mars Global Surveyor nákvæma mynd af svæðinu þar sem smáatriði niður í fáeina metra að stærð sjást. Sú mynd er 30 sinnum betri en myndin frá 1976 eins og myndin hér að neðan sýnir.
Eins og sjá má er andlitið á Mars ekkert annað afleiðing vindveðrunar og skondið samspil ljóss og skugga. Þessar myndir voru teknar með Viking og Mars Global Surveyor tveimur áratugum síðar.
Hvers vegna sér fólk andlit í ýmsum fyrirbærum?
Allir kannast við það að sjá dýr, mannsandlit eða annað í skýjum. Sama á við um bergmyndanir víða í náttúrunni en við þekkjum einmitt mörg dæmi um slíkt hérlendis. Fólk telur sig jafnvel sjá andlit þekkts fólks úr óskýrum mynstrum á veggjum eða gólfum og í örfáum tilfellum á samlokum eða tortillaflögu! Það er ekkert óvenjulegt við þetta enda er ástæðan vel þekkt í sálfræði.
Missýn (e. pareidolia) er sálfræðilegt fyrirbrigði sem felur í sér að óljóst og handahófskennt áreiti er mistúlkað sem eitthvað raunverulegt. Með þessu er átt við að manni finnst maður bera kennsl á eitthvað kunnuglegt en mistúlkar það ranglega. Hægt er að útskýra fjölmargar skynvillur út frá missýn, til dæmis birtingarmyndir Jesú Krists eða Maríu meyjar á ýmsum stöðum, karlinn í tunglinu, fljúgandi furðuhluti og skilaboð á hljómplötum sem leiknar eru aftur á bak. Missýn útskýrir líka hvers vegna fólk túlkar óhefðbundin mynstur á byggingum eða í náttúrunni sem andlit.
Frá því að við komum til sögunnar höfum við þróast til að bera kennsl á kunnugleg andlit. Skömmu eftir fæðingu sjáum við andlit móður okkar. Fólk les margt í andlit annars fólks og heilinn í okkur er mjög fær um að sjá andlit út úr mynstrum, jafnvel þótt þar sé augljóslega ekkert mannsandlit. Gott dæmi um þetta er broskarlinn :) sem er aðeins samsettur úr tveimur punktum og bognu striki.
Ótrúlega margir telja á hinn bóginn að um yfirnáttúrulegan og þar af leiðandi óútskýranlegan hlut sé að ræða. Reglulega berast okkur fréttir um að María mey hafi sést á ólíklegustu stöðum, t.d. á glugga, í trjám eða á brunabletti á samloku. Sama á við um son hennar Jesús krist! Hafa þau virkilega ekkert þarfara að gera?
María Mey? Mér finnst myndin minna frekar á Homer Simpson, er það ekki?
Mjög auðvelt er að sjá sambærilega hluti út úr fyrirbærum í geimnum. Forfeður okkar sáu mynstur í stjörnum næturhiminsins og nefndu þau eftir hetjum og skepnum sem fáir taka eftir í dag. Þegar sæfarendur upplýsingatímans sigldu suður á bóginn sáu þeir ný mynstur og nefndu þau eftir hlutum sem voru algengir á þeim tíma. Við köllum þessi handahófskenndu mynstur stjörnumerki.
- Sævar Helgi Bragason
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2007 | 13:53
Pioneer kynnti þetta árið 2003
Þetta er ekkert nýtt. Pioneer stóð undir nafni eins og endranær og kynnti jakka með svona skjá árið 2003. Þessir skjáir eru í mörgum bíltækjum.
Sjá: hér
![]() |
Sjónvarp í föt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)