The Big Bang Theory

the-big-bang-theory-vm43.jpgÞú hélst kannski að við ætluðum að fjalla aðeins um Miklahvellskenninguna. Ekki núna, en seinna.

Sjónvarpsþátturinn The Big Bang Theory er mikil snilld og einn allra besti gamanþátturinn í dag (fyrir utan Curb Your Enthusiasm, hann er bestur). Í The Big Bang Theory segir frá fjórum hámenntuðum vinum, tveimur eðlisfræðingum, stjarneðlisfræðingi og verkfræðingi (sem er reyndar bara með meistaragráðu) sem starfa við Caltech í Pasadena og vinkonu þeirra sem er upprennandi leikkona og starfar á The Cheese Cake Factory. Persónurnar eru að sjálfsögðu algjörar stereótýpur af vísindamönnum, en stórskemmtilegar engu að síður.

Í þættinum eru fjölmargar tilvísanir í stjörnufræðina. Á heimili þeirra Sheldons og Leonards eru myndir á veggjum af nokkrum þekktum fyrirbærum í stjörnufræðinni, t.d. gormþokunni, Svelgnum, Sverðþokunni og Arnarþokunni. Að sjálfsögðu eiga þeir stjörnusjónauka og á hillunni í stofunni er hnattlíkan af örbylgjukliðnum. Ó mæ hvað mig langar í það hnattlíkan. 

Greinilegt er að handritshöfundarnir fá hjálp frá vísindamönnum því í þáttunum er stundum minnst á nýjustu rannsóknir og uppgötvanir. Að minnsta kosti einu sinni hefur nóbelsverðlaunahafi komið fram -  George Smoot sem hlaut eðlisfræðinóbelinn fyrir uppgötvanir á örbylgjukliðnum ásamt John Mather. Þetta er eitt af því sem gerir þættina svona skemmtilega. Í þeim eru fjölmargir "faldir" brandarar sem maður fattar ekki nema maður hafi einhverja þekkingu á vísindunum. 

Hér er að finna eina frábæra senu úr einum þætti. Þessar næstum níu mínútur eru eintóm hamingja.

Allar persónurnar eru á Twitter og setja oft á tíðum inn skemmtilegar færslur. Stjörnufræðivefurinn fylgist að sjálfsögðu með þeim á Twitter.

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lady Elín

Nákvæmlega það sem ég þurfti á Miðvikudegi.  Þetta er og verður minn uppáhaldsþáttur úr seríunni í langan tíma.

Lady Elín, 17.2.2010 kl. 10:56

2 identicon

Snildar þættir var akkurat að byrja á 1. seríu í gær og er fastur yfir þessu. Hvað heitir vetrarbrautin sem er á ísskápnum hjá þeim?

Hérna er lagið með texta :)
http://www.youtube.com/watch?v=gyXVPw1ty3s&feature=related

Þórhallur (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 16:21

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Vetrarbrautin á kæliskápnum heitir M51 eða Whirlpool Galaxy sem er stundum kölluð Svelgurinn á íslensku.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 18.2.2010 kl. 12:11

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég sé að EF ég næ að búa mér til smá tíma, til að horfa á sjónvarp - þá verða þessir þættir fyrir valinu, þetta er algjörlega húmor sem ég fíla

Höskuldur Búi Jónsson, 18.2.2010 kl. 12:23

5 Smámynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Þetta er klárlega mitt uppáhald í gamanþáttageiranum, hef frelsað nokkra með því að benda þeim á það og fæ oft þakkir fyrir. Mæli óhikað með þessu.

Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 18.2.2010 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband