17.2.2010 | 07:41
The Big Bang Theory
Þú hélst kannski að við ætluðum að fjalla aðeins um Miklahvellskenninguna. Ekki núna, en seinna.
Sjónvarpsþátturinn The Big Bang Theory er mikil snilld og einn allra besti gamanþátturinn í dag (fyrir utan Curb Your Enthusiasm, hann er bestur). Í The Big Bang Theory segir frá fjórum hámenntuðum vinum, tveimur eðlisfræðingum, stjarneðlisfræðingi og verkfræðingi (sem er reyndar bara með meistaragráðu) sem starfa við Caltech í Pasadena og vinkonu þeirra sem er upprennandi leikkona og starfar á The Cheese Cake Factory. Persónurnar eru að sjálfsögðu algjörar stereótýpur af vísindamönnum, en stórskemmtilegar engu að síður.
Í þættinum eru fjölmargar tilvísanir í stjörnufræðina. Á heimili þeirra Sheldons og Leonards eru myndir á veggjum af nokkrum þekktum fyrirbærum í stjörnufræðinni, t.d. gormþokunni, Svelgnum, Sverðþokunni og Arnarþokunni. Að sjálfsögðu eiga þeir stjörnusjónauka og á hillunni í stofunni er hnattlíkan af örbylgjukliðnum. Ó mæ hvað mig langar í það hnattlíkan.
Greinilegt er að handritshöfundarnir fá hjálp frá vísindamönnum því í þáttunum er stundum minnst á nýjustu rannsóknir og uppgötvanir. Að minnsta kosti einu sinni hefur nóbelsverðlaunahafi komið fram - George Smoot sem hlaut eðlisfræðinóbelinn fyrir uppgötvanir á örbylgjukliðnum ásamt John Mather. Þetta er eitt af því sem gerir þættina svona skemmtilega. Í þeim eru fjölmargir "faldir" brandarar sem maður fattar ekki nema maður hafi einhverja þekkingu á vísindunum.
Hér er að finna eina frábæra senu úr einum þætti. Þessar næstum níu mínútur eru eintóm hamingja.
Allar persónurnar eru á Twitter og setja oft á tíðum inn skemmtilegar færslur. Stjörnufræðivefurinn fylgist að sjálfsögðu með þeim á Twitter.
- Sævar
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:22 | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega það sem ég þurfti á Miðvikudegi. Þetta er og verður minn uppáhaldsþáttur úr seríunni í langan tíma.
Lady Elín, 17.2.2010 kl. 10:56
Snildar þættir var akkurat að byrja á 1. seríu í gær og er fastur yfir þessu. Hvað heitir vetrarbrautin sem er á ísskápnum hjá þeim?
Hérna er lagið með texta :)
http://www.youtube.com/watch?v=gyXVPw1ty3s&feature=related
Þórhallur (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 16:21
Vetrarbrautin á kæliskápnum heitir M51 eða Whirlpool Galaxy sem er stundum kölluð Svelgurinn á íslensku.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 18.2.2010 kl. 12:11
Ég sé að EF ég næ að búa mér til smá tíma, til að horfa á sjónvarp - þá verða þessir þættir fyrir valinu, þetta er algjörlega húmor sem ég fíla
Höskuldur Búi Jónsson, 18.2.2010 kl. 12:23
Þetta er klárlega mitt uppáhald í gamanþáttageiranum, hef frelsað nokkra með því að benda þeim á það og fæ oft þakkir fyrir. Mæli óhikað með þessu.
Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 18.2.2010 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.