14.4.2010 | 21:46
Skrugguveður á Satúrnusi
Lofthjúpur Satúrnusar er nístingskaldur og stormasamur. Við höfum lengi vitað að þar er stundum skrugguveður en aldrei hafa náðst myndir af því fyrr en nú.
Myndskeiðið hér undir sýnir eldingar í skýi á næturhlið Satúrnusar. Hringar Satúrnusar lýsa skýið svo það sést dauflega á myndum Cassini geimfarsins. Skýið er 3000 km breitt þar sem það er breiðast, álíka og fjarlægðin milli Reykjavíkur og Rómar. Á þeim sextán mínútum sem athuganirnar standa yfir breytist svo stórt ský sjáanlega ekki neitt. Búið er að þjappa þessum athugunum saman í tíu sekúndna myndskeið. Hver elding stendur yfir í innan við eina sekúndu. Svæðið sem lýsist upp er um 300 km breitt.
Hægt er að skoða myndskeiðið hér. Ef þú hækkar í hátölurunum "heyrast" þrumurnar á formi útvarpsmerkja sem Cassini greindi.
Minni á fyrri bloggfærslu okkar um listaverk Hubble geimsjónaukans.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Athugasemdir
Glæsilegt. Takk fyrir.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.