Stærsta auga jarðar valinn staður

Gangi allt að óskum falla fyrstu ljósgeislar alheimsins á stærsta auga jarðar árið 2018. Þá tekur Evrópski risasjónaukinn til starfa. Spegill sjónaukans verður 42 metrar í þvermál. Það er reyndar tæknilega útilokað að smíða svo stóran spegil og verður hann þess í stað samsettur úr næstum þúsund 1,45 metra breiðum speglum!

Í gær tilkynntu vinir okkar hjá Stjörnustöð Evrópu á suðurhveli (ESO) að sjónaukinn verður reistur á 3060 metra háu fjalli, Cerro Armazones, í Atacamaeyðimörkinni Chile. Sjónaukinn verður steinsnar frá VLT sjónaukum ESO á Cerro Paranal. Að þessu tilefni útbjó ESO þetta fróðlega kynningarmyndskeið sem sýnir sjónaukann og hvernig staðið var að valinu.

- Fylgstu með okkur á Facebook og Twitter -

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf svo miklu meiri vinna á bak við þessa hluti en maður gerir sér í hugarlund! Það verður ekkert smá spennandi að sjá fyrstu myndirnar sem EELT tekur. Ætli við sjáum ekki e-ð sem aldrei hefur sést áður, s.s. skýra mynd af fjarreikistjörnu?

Inga Rún (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband