9.5.2010 | 14:33
Skoðunarferð um Suðurland
Í gær héldum við fimm saman, jarðfræðinemarnir, í skoðunarferð um helstu áhrifasvæði gossins. Fórum lengst til Víkur í Mýrdal sem leit út eins og draugabær. Aldrei hef ég áður séð jafn lítið líf í bænum.
Landslagið allt í kring er í senn stórfenglegt og skelfilegt. Það kemur upp mjög skrítin tilfinning þegar maður sér bóndabæ, sem er litríkur á björtum sumardegi, á kafi í grárri ösku. Maður getur rétt ímyndað sér hvað forfeður okkar gengu í gegnum þegar svona hamfarir dundu yfir.
En þótt áhrif gossins á líf fólks í námunda við gosið séu hræðileg er ekki annað hægt að segja en að þetta sé mikið sjónarspil. Ég prófaði að gera aðra tilraun í time-laps myndatöku frá mismunandi stöðum. Tók svo nokkrar aðrar myndir sem hægt er að sjá hér undir eða á Flickr.
Eyjafjallajökull ash plume on May 8th 2010 from Sævar Helgi Bragason on Vimeo.
Þar sem Katla sefur... í bili
Gosmökkurinn úr rúmlega fimm km fjarlægð
- Sævar
Drunur norður í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að deila þessu með okkur, magnaðar myndir!
Haraldur Rafn Ingvason, 9.5.2010 kl. 14:51
Hreint magnað, takk
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2010 kl. 15:26
Takk! Hér er svo mynd af fréttavef BBC þar sem Sandra Karen jarðfræðinemi er að búa til broskallinn sem sést á skiltinu http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/8670645.stm
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 9.5.2010 kl. 15:30
Prófum að setja slóðina aftur inn: Frétt á vef BBC
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 9.5.2010 kl. 15:30
Ég fór undir fjöllin á laugardag. Myndir þaðan: http://www.flickr.com/photos/njordur/sets/72157623898290881/
Njörður Helgason, 10.5.2010 kl. 12:59
Ótrúlega flottar myndir! Sannkallaðar verðlaunamyndir :)
Inga Rún (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.