Frétt um líf á Mars á Vísir.is

Á vef Vísir.is er nú eftirfarandi frétt

visiris_lif_a_mars.jpg

Upphaflega fréttin er sennilega héðan

Þessi frétt er heldur snubbótt. Hér er fullyrt að líf hafi fundist á Mars sem er vægast sagt orðum aukið. Menn hafa fundið fjölda staða sem gætu hafa verið lífvænlegir í fyrndinni þegar fljótandi vatn var á Mars og lofthjúpurinn hlýrri og þykkari. Menn hafa ekki fundið neinar óyggjandi sannanir um líf á Mars, enn sem komið er.

Hér er líka talað um "dökku hlið Mars". Eitthvað er fréttamaður að rugla þarna. Sólarhringurinn á Mars er aðeins 40 mínútum lengri en á jörðinni svo allir hlutar Mars njóta sólarinnar örlítið lengur en jörðin. Það er ekki til neitt sem heitir "dökka hlið Mars". 

Svæðið sem fréttin vísar til heitir Nili Fossae. Þar fundust fyrir nokkrum árum merki um leir og karbónöt á yfirborðinu. Var það gert með litrófsgreiningu. Efni sem draga í sig ljós gefa frá sér innrauða geislun. Þess vegna er yfirleitt alltaf innrauður-litrófsgreinir um borð í geimförum sem send eru til reikistjarnanna. Í litrófi mismunandi efna eru litrófslínur sem einkenna efnin, nokkurn veginn eins og fingraför. Þess vegna vitum við að á Nili Fossae eru karbónöt.

192041main_pia10070-516.jpg 

Mynd Mars Reconnaissance Orbiter af Nili Fossae. 

En hvers vegna eru karbónöt mikilvæg? Á jörðinni eru lífrænar leifar karbónöt, t.d. kalklög. Skeljar lindýra og kóralla eru oft úr kalsíti, sem er karbónat. Almennt er talið að tilvist karbónata í bergi séu merki þess að þeir hafi komist í snertingu við fljótandi vatn. 

Það að á sama stað finnist leir eru býsna sterk merki um að þar hafi eitt sinn verið fljótandi vatn. En hvort líf hafi leynst þar er ótímabært að fullyrða um. Hvað sem því líður er þetta mjög spennandi staður til að kanna nánar.

- Sævar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk fyrir góðan pistil og að benda á þvaðrið á vísi.is.

Arnar Pálsson, 3.8.2010 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband