Óþarfa áhyggjur

c3events_strip.jpgÍ stuttu máli er ekkert að fara að gerast annað en að von er á fallegri norðurljósasýningu. 

Öflugustu sprengingarnar á sólinni nefnast kórónuskvettur. Þegar þær stærstu eiga sér stað getur það valdið truflunum á samgöngum og slegið út gervihnetti. 

Blossinn sem hér um ræðir var af C-gerð sem þýðir að hann er í meðallagi. Orkuríkustu blossarnir eru af X-gerð. Einn slíkur átti sér stað í nóvember 2003 og sjá má mynd af honum hér.

Engin ástæða er til að hafa áhyggjur af blossanum sem fjallað er um í fréttinni. Hann er ekki nálægt því að vera nógu öflugur til að valda nokkrum skakkaföllum svo fólk getur sofið rótt. Ég mæli samt með því að fólk kynni sér þetta efni betur til að sjá í gegnum æsifréttir af þessu tagi í slóðunum hér undir. Það er óskaplega fallegt og tignarlegt að sjá stjörnuna okkar birsta sig svona.

Að lokum langar mig að vísa svo á alveg magnað myndskeið frá SDO af sólinni og blossanum (gæti tekið smá tíma að hlaðast inn).

Sólin er alveg ótrúlega dýnamísk og mögnuð.

Viðbót 3. ágúst. Hér er hægt að fylgjast með segulmælinum í Leirvogi sem mælir styrk segulsviðsins. Þegar svona atburðir verða sjáum við frávik í línuritinu, stundum mjög mikil eins og t.d. frá því í desember 2006 þegar nokkuð öflugur segulstormur varð.

Viðbót 3. ágúst kl. 21:50. Það eru greinilega fín norðurljós yfir landinu núna ef marka má þessa mynd sem sýnir norðurljósakragann. Myndin uppfærist í rauntíma og ef kraginn er eldrauður er góð virkni í norðurljósunum. Vinur okkar Ágúst H. Bjarnason hefur líka sett upp flott blogg þar sem hann gerir þessu góð skil.

pmapN

- Sævar


mbl.is Varað við öflugu sólgosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi þakka æðislega fyrir þetta blogg. Ég varð ógeðslega hrædd þegar ég sá fyrirsögnina og svo fréttina, þetta var ekkert útskýrt almennilega eða neitt. Þessir fréttamenn eru ömurlegir! Ég er ennþá að jafna mig.

Takktakktakk.

:) (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 23:40

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk kærlega fyrir það.

Ég vil samt ekki kenna fréttamönnum Mbl.is um þetta. Mér sýndist, þegar ég skoðaði símann minn áðan, að þeir hafi reynt að ná í mig í kvöld, en ég tók ekki eftir því fyrr en nú. Hefði þá getað sagt þeim þetta. Fréttin er upphaflega frá breskum vefmiðli sem er eitthvað aðeins að misskilja og þá er svo sem ekkert skrítið að íslenskir vefmiðlar misskilji líka.

Mér finnst nefnilega mbl.is vera sífellt að standa sig betur og betur og raunar best allra íslenskra vefmiðla að fjalla um vísindi. En fréttirnar mættu stundum vera ítarlegri og fleiri.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 2.8.2010 kl. 23:49

3 identicon

hehe já :) ég er ekkert algjörlega að drulla yfir þá. ég varð bara fokreið í smástund :þ skoða mbl á hverjum degi :) Bara svo vont að sjá svona "hvassa" fyrirsögn og svo stutta frett sem útskýrir lítið sem ekkert eins og þarna. Ég veit um fleira fólk sem varð mjög hrætt.

Þið standið ykkur vel, takk innilega að sýna útskýringar á þessu. Hjálpaði mjög mikið.

:) (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 00:11

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk segi ég líka, það varð smá brak í höfðinu á mér skal ég viðurkenna en leið hjá við lestur þinn, samt er nauðsynlegt að segja frá svona svo skilningur verði til ef það koma einhver áhrif vegna þessa.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.8.2010 kl. 00:15

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

ps..ég er sammála þessari manneskju :) líka með fréttaflutningin á þessari frétt, og mikið þakklát ykkur fyrir þessa innkomu ykkar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.8.2010 kl. 00:17

6 identicon

Ég var akkúrat að hugsa hvað þetta væri nú asnaleg frétt! Æsifréttafyrirsögn og svo ekkert sagt hvað þetta þýðir! Á maður að taka raftæki úr sambandi? Fela sig niðri í kjallara? Maður hefur nú séð hina gríðarlega vísindalega nákvæmu (hóst) mynd "The Core"!

Gott að vita að maður á bara að vaka frameftir til að horfa á fallegu ljósin!

Sólveig (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 00:54

7 identicon

Ertu ekki að meina "Knowing". Sú mynd var um hollywood útgáfu af sólblossa.

Óli (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 03:55

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sævar.

Það vildi svo skemmtilega til að ég var að dunda mér með Coronado í uppsveitunum um svipað leyti og fyrirbærið átti sér stað, en sá ekki neitt annað en þetta venjulega og einn fallegan sólblett :-)

Þegar þú skrifar "...getur það valdið truflunum á samgöngum og slegið út gervihnetti",  áttu þá ekki við "...getur það valdið truflunum á fjarskiptum og slegið út gervihnetti"?  Communication getur nefnilega þýtt hvort sem er; fjarskipti og samgöngur. 

Þessi blossi var ekki öflugur, en menn óttast að miklu stærri geti átt sér stað og valdið verulegu tjóni á tækjabúnaði. Af því hafa menn nokkrar áhyggjur og þá sérstaklega efnahagslegu tjóni. Einn slíkur átti sér stað 1859 og er kenndur við Carrington. Sjá hér, hér og hér.  Sjá einnig þessa skýrslu: Severe Space Wether Events - Understanding Social and Economic Impacts. Workshop Report.

Efnahagslegt tjón getur orðið gríðarlegt, en bein áhrif á okkur engin önnur en fréttir um einstök norður- og suðurljós.

Ágúst H Bjarnason, 3.8.2010 kl. 07:50

9 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ingibjörg: Takk fyrir það. Verstar þykja mér fréttirnar um yfirvofandi árekstra við smástirni. Þær eru alltaf teknar úr ölu samhengi, aldrei skýrðar til fulls og til þess eins að valda fólki óþarfa ótta. Sem betur fer er Mbl.is lítið í þeim bransa.

Sólveig og Óli: 2012 fjallaði líka um sólblossa sem sendi svo mikið magn af fiseindinum til jarðar að það verður næstum-því-heimsendir. Ömurleg mynd í alla staði. Ekki var The Core mikið betri. Dísús. Hef ekki séð Knowing en þarf greinilega að kíkja á hana sem aðdáandi lélegra (og góðra) vísindaskáldsagna.

Ágúst: Þegar ég segi samgöngur þá var ég með GPS tungl sem gætu slegið út í huga. En auðvitað átti ég líka að taka fjarskiptin fram. Var einmitt að hugsa um það þegar ég ók til vinnu nú í morgun.

Það er svo bara tímaspursmál þegar stór og öflugur blossi verður. Og þá verður nú ansi gaman að horfa upp í næturhiminninn. Ég eftir blossanum í nóvember 2003. Það voru mögnuðustu norðurljós sem ég hef séð, allur himinninn eldrauður. Ótrúlega tignarlegt.

Varðandi Coronado sjónaukana, þá á maður að geta séð blossa á sólinni sem skyndilega birtuaukningu á tilteknu svæði. Mér hefur aldrei tekist að sjá það en hef heyrt að erlendum stjörnuáhugamönnum sem það hafa gert.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 3.8.2010 kl. 09:20

10 Smámynd: Davíð Oddsson

Best þykir mér nú að í lok fréttarinnar er tekið fram að engin hætta sé á ferðum :) Var þá þörf á aðvörun?

Davíð Oddsson, 3.8.2010 kl. 09:36

11 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Já það er dálítið skondið. Ég minnist þess ekki að hafa séð þetta þegar ég las fréttina fyrst og dettur því helst í hug að þessu hafi verið bætt við eftir á. En það gæti verið rangt hjá mér svo ég ætla að leyfa þeim að njóta vafans.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 3.8.2010 kl. 09:49

12 identicon

Í fréttinni á Telegraph er linkur á aðra fréttaskýringu um geysilegt disaster í kjölfar "space storm" árið 2013. Getið þið sagt mér e-ð um það?

AB. (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 10:53

13 identicon

þessu var bætt við fréttina i morgun.
Ég var líka búin að heyra um "space storm-ið" 2013, Núna þarf maður að vera hrædd þangað til :(

:) (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 11:26

14 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Árið 2013 verður sennilega hámark sólblettasveiflunnar. Sú sveifla nær hámarki á 11 ára fresti. Þá er virkni sólar mest, flestir sólblettir og flestir sólblossar samfara því.

Síðasta sólblettahámark var í kringum 2001-2002 og var þá talsverð virkni í sólinni.

Það veit enginn hvernig hámarkið 2013 verður. Allt tal um einhvern ofsafenginn sólstorm er bara til þess að skapa óþarfan ótta. Við höfum ekki hugmynd um hvað sveiflan verður öflug. Alla vega getum við fullyrt það að það er engin ástæða til að óttast eitt né neitt. Hins vegar er full ástæða til að fylgjast vel með og vara við ef eitthvað öflugt gerist og þá undirbúum við okkur bara.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 3.8.2010 kl. 13:20

15 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Hér er aðeins komið inn á þetta á Stjörnufræðivefnum

http://www.stjornuskodun.is/solin#solblettir

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 3.8.2010 kl. 13:21

16 identicon

Ég er ekki að segja að þetta sé að gerast núna, væntanlega er stormurinn ekki nógu stór. Hinsvegar þurfa stjórnvöld heimsins að gera ráðstafanir svo það verði ekki stórslys.

http://www.youtube.com/watch?v=2KVeMLjg8Do

Geiri (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 13:49

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þið blekkið okkur ekki svona auðveldlega. Við vitum alveg að sólin er að fara að springa!

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.8.2010 kl. 18:25

18 identicon

Blossarnir í Nóv 2003 voru nokkrir. Einn X 17,5 sem hitti jörðina vel og framkallaði eldrauð ljós sem sáust lang leiðina niður að miðbaug. Alla vega Kúbu og Mexícó. Svo var einn sem mældist X 28 og er held ég enn sá stæðsti sem mælst hefur. Hann sem betur fer fór vel úr stefnu við jörð. Mig minnir að einn X 12 hafi komið líka um þetta leyti. Svo var slatti að M blossum. Þetta var einstakur mánuður hvað þetta varðar og norður- og suðurljósin voru stórfengleg um þetta leyti.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 20:35

19 identicon

Já og tek undir með Sævari. Þetta er fjölmiðlafár. Ég hef ekki séð neitt sem styður þetta. Að spá fyrir um einhvern risablossa árið 2013 hefur varla komið frá alvöru vísndamanni með góða þekkingu á sólinni. Mig grunar að þetta hafi gerjast svona á einhverri ritstjórninni. Ef þetta er rangt, getur þá einhver bent mér á hvað þessi visindamðaur heitir?

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 20:46

20 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Nóvember 2003 er einmitt ótrúlega eftirminnilegur eins og þú segir Arnold. Þá var fjári skemmtilegt að skoða norðurljósin.

Þetta er dálítið hæpað, það er nokkuð ljóst. Það hafa nefnilega oft verið stærri og meiri sólgos án þess að þau hafi ratað í fjölmiðla. En ég held samt að öll svona umfjöllun sem hvetur fólk til að velta þessum hlutum fyrir sér sé af hinu góða.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 3.8.2010 kl. 21:44

21 identicon

Hvenær í kvöld ættu norðurljósin að verða sýnileg sem stafa af sólgosinu?

Guðmundur (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 22:12

22 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Þau eru í gangi "as we speak" samkvæmt kortinu hér að ofan. Ég veit ekki hversu lengi stormurinn stendur yfir en það gætu verið nokkrir tímar af góðri virkni. Enn er frekar bjart á næturnar en sennilega samt nógu dimmt til að fólk gæti séð eitthvað. Endilega kíkja til himins ef veður leyfir.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 3.8.2010 kl. 22:18

23 identicon

Væri mikið til í að vita hvað þetta gæti staðið lengi.

:) (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 22:45

24 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Erfitt að segja til um hve lengi þetta stendur yfir, en líklega nokkrar klukkustundir.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 3.8.2010 kl. 22:47

25 identicon

Oh það er svo leiðinlegt hvað það er skýjað hérna í borginni! :(

:) (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband