Nánari upplýsingar um sólblossa

Vonandi sést í heiðan himinn einhvers staðar á landinu þessa stundina og eitthvað fram eftir nóttu. Það er áreiðanlega hægt að sjá fallega norðurljósasýningu. Ef einhver er svo heppin(n) að sjá eitthvað, látið þá endilega vita hvort þetta er ekki óhemju fallegt.

Mig langar einungis til að vísa á fyrri umfjöllun okkar um þetta sólgos hér og benda áhugasömum á ítarefni um sólin, sólblossa og kórónuskvettur.

Minni svo áhugasama á að á Menningarnótt munum við, ef veður leyfir, bjóða gestum og gangandi að skoða sólina með sérstökum sólarsjónaukum. Þessir sjónaukar sýna vel virku svæðin á sólinni og jafnvel fleiri fyrirbæri sem sýna glögglega hversu virk sólin er. Við verðum fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli eftir hádegi 21. ágúst næstkomandi.


mbl.is Segulstormur skollinn á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh ég kem pottþétt, hef alltaf langað til að kíkja í svona kíki.

:) (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 22:51

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Já endilega mæta ef veður leyfir. Nú er bara að krossleggja fingur og vona að veðrið verði okkur hliðholt.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 3.8.2010 kl. 22:54

3 Smámynd: Þórarinn Baldursson

það væri gaman að fá að skoða þessa uppsprettu lífsins!

Þórarinn Baldursson, 4.8.2010 kl. 00:15

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það glitti í heiðan himin á stöku stað þar sem ég var, en ekki nóg til að ég sæi eitthvað markvert.  Fallegar myndir eru þó farnar að birtast á www.spaceweather.com

Ágúst H Bjarnason, 4.8.2010 kl. 08:20

5 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Kannski hljóma ég eins og vitleysingur en langar að spyrja ykkur að einu. Við svona aðstæður þegar sveiflur verða á segulsviði jarðar eins og gerðist í dag getur það þá framkallað hljóð eða svona stöðugan tón. Nefnilega um svipað leyti og þetta var að ské (einhverntíman milli 9 og miðnættis, man ekki námkvæmlega kl hvað) heyrði ég eitthvað svona. Ég vinn í kerskála í álveri sem er nátturulega yfirfullur af segulsviði. Vildi bara forvitnast hvort þetta hafi tengst þessu eða ekki? :)

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 4.8.2010 kl. 09:01

6 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

bara til að forðast misskilning þá spyr ég því ég hef ekki heyrt neitt þarna inni gefa frá sér svona hljóð (sónn). Einnig heyrði ég svipaðan tónn, bara örlítið hærri fyrir utan skálann þar sem m.a. er talstöðvar endurvarpi.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 4.8.2010 kl. 09:16

7 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Þórarinn: Láttu endilega sjá þig. Við tökum vel á móti öllum og reynum að útskýra eins og við getum það sem fyrir augum ber.

Ágúst: Prófaði sjálfur í gærkvöldi að líta til himins milli skýja en sá ekkert markvert.

Daníel: Þú hljómar alls ekki eins og vitleysingur. Ég veit því miður ekki hvort hljóðið megi rekja til segulstormsins enda ekkert sérstaklega vel að mér í rafsegulfræði. Þetta er hins vegar nokkuð sem er vel vert að skoða og væri gaman að fá svar við. Kannski Ágúst Bjarnason viti eitthvað um þetta enda rafmagnsverkfræðingur.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 4.8.2010 kl. 10:05

8 identicon

Eitt sem ég er forvitin um , hefði einhver vitað af þessarri skvettu, ef SDO og eða HINOD væru ekki komin í gagnið ?

Bjössi (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 17:59

9 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Jú sennilega. Við höfum SOHO líka og japanska gervitunglið Hinode sem fylgjast með sólinni. SDO skilar bara svo miklu betri myndum.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 4.8.2010 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband