Möguleiki á norðurljósum í kvöld

Nýlegar fréttir af segulstormum á sólinni hafa væntanlega ekki farið framhjá dyggum lesendum mbl.is og Stjörnufræðibloggsins. Það ánægjulega við þessar annars vafasömu fréttir er að þær vekja áhuga á stjörnufræði og stjörnuskoðun og beina athyglinni að áhrifum sólarinnar á gervitungl og norðurljósin.

Þrátt fyrir að sumarnæturnar séu ennþá frekar bjartar þá gætu sést norðurljós í kringum miðnætti í kvöld. Spá frá Jarðvísindastofnun Háskólans í Alaska hljóðar upp á meðalvirkni (sem sagt sæmilega öflugri) fyrir kvöldið í kvöld miðvikudaginn 4. ágúst 2010:

styrkur-nordurljosa-4-agust-2010

nordurljos-4-agust-2010 

Hér er síðan Skýjahuluspá fyrir miðnætti í kvöld (miðvikudaginn 4. ágúst), fengin kl. 12 á hádegi af vef Veðurstofu Íslands (byggir á líkani Dönsku veðurstofunnar). Það sama gildir um þessa skýjahuluspá eins og aðrar veðurspár að hún batnar eftir því sem nær dregur (hér getið þið séð nýjustu útgáfuna).

skyjahuluspa-midnaetti-4-agust-2010

Hér er loks mynd sem uppfærist sjálfkrafa og sýnir hvernig norðurljósavirkni breytist í rauntíma skv. upplýsingum frá NOAA POES gervitunglinu. Annars er hægt að lesa sér betur til um „geimveðrið“ og virkni sólar á Stjörnufræðivefnum.

Norðurljósavirkni í rauntíma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Var úti í gærkvöldi milli ellefu og tólf en sá því miður engin norðurljós. Sýndist himininn samt vera orðinn nægilega dimmur til þess að sæmilega björt norðurljós ættu að sjást.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 5.8.2010 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband