Carolyn Porco flýgur með okkur til Satúrnusar

Maður þreytist aldrei á að tala um Satúrnus, sjálfan hringadróttinn. Hef ekki enn jafnað mig á þessari ótrúlegu ljósmynd af Satúrnusi.

Í gær rakst ég á fróðlegt viðtal við Dr. Carolyn Porco í New York Times. Þessi kjarnakona er aðalvísindamaðurinn í myndahópi Cassini geimfarsins. Hún var einmitt líka þátttakandi í Voyager verkefnunum (þar sem hún kynntist meistara Carl Sagan) og er líka hluti af New Horizons rannsóknarhópnum, en eins og einhverjir vita kemur New Horizons til Plútó árið 2015 (úff, get ekki beðið). Lokaorð viðtalsins eru eins og töluð úr mínu hjarta:

“To my mind,” Dr. Porco said, “most people go through life recoiling from its best parts. They miss the enrichment that just a basic knowledge of the physical world can bring to the most ordinary experiences. It’s like there’s a pulsating, hidden world, governed by ancient laws and principles, underlying everything around us — from the movements of electrical charges to the motions of the planets — and most people are completely unaware of it.

“To me, that’s a shame.”

Algjörlega. Fólk fer á mis við svo margt fallegt og stórbrotið sem vísindin hafa kennt okkur. 

Í viðtalinu er vísað á fyrirlestur sem hún hélt á vegum TED um ferðalag Cassini geimfarsins. Mæli eindregið með því að þið gefið ykkur um 20 mínútur til að horfa á hann.


(Botna ekkert í því hvers vegna þetta drasl hér fyrir ofan virkar ekki. Hér er alla vega hlekkur á fyrirlesturinn http://www.ted.com/index.php/talks/carolyn_porco_flies_us_to_saturn.html )

Þess má geta að Carolyn Porco var ein þeirra sem til greina kom að bjóða til Íslands í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar. Ein ástæðan er sú að hún er algjörlega frábær fyrirmynd stúlkna sem dreymir um að verða vísindamenn. Það var reyndar fyrir gengishrun og því gátum við því miður ekki boðið henni hingað til lands. Kannski á næsta ári, hver veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband