Ótrúlegt time-lapse myndskeið af jörðinni úr geimstöðinni

Afsakið þessa kjánalegu Pressan.is fyrirsögn en ég veit ekki hvernig á að orða þetta öðruvísi!

Í framhaldi af seinustu bloggfærslu rakst ég á þetta ótrúlega time-lapse myndskeið á Universe Today sem sýnir ferðalag geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni yfir Norður og Suður Ameríku. 

Sjá má eldingar leiftra glæsilega í skýjunum undir og ljósmengunina frá stórborgum. Mjög áberandi er næturskin, grænleit rönd í lofthjúpi jarðar sem myndast vegna ljósefnahvarfa í háloftunum. Þetta næturskin veldur því að næturhimininn verður aldrei alveg kolsvartur og hefur töluverð áhrif á gæði athugana stjörnufræðinga. Ég mæli með því að þú horfir á þetta að minnsta kosti tvisvar.

Fyrir áhugasama eru myndirnar teknar úr um það bil 353 km hæð með Nikon D3s DSLR myndavél. Maður að nafni James Drake setti myndskeiðið saman úr 600 ljósmyndum sem hann fann í ljósmyndasafni geimfaranna á netinu.

Njótið!

- Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband