Bjarta stjarnan nálægt tunglinu í kvöld er Júpíter

screen_shot_2012-01-02_at_2_28_14_pm.png

Það gæti viðað ágætlega til stjörnuskoðunar víða um land seinni partinn í dag og í kvöld. Þegar sólin sest verða vaxandi tungl og Júpíter mest áberandi á suðausturhimninum. Í kvöld skilja aðeins fjórar gráður þau að. Og nei, þetta er ekki geimstöðin. Geimstöðin sést ekki frá Íslandi.

Í kvöld er því kjörið tækifæri til að beina stjörnusjónauka til himins. Tunglið er alltaf stórglæsilegt að sjá með sjónauka, gígótt og fjallent. Það er best að skoða þegar skuggaskilin — mörk dags og nætur — eru á skífunni. Á Júpíter sjást dökk og ljós skýjabelti og Galíleótunglin. 

Allir út að kíkja!

----

Talandi um tunglið, þá eru bæði GRAIL geimförin komin á braut um fylgihnöttinn okkar. Þau munu vonandi svara heillandi spurningum um uppruna tunglsins og innviði þess en veita okkur líka vísbendingar um hvort jörðin hafi eitt sinn haft tvö tungl! Hæt er að lesa sér betur til um GRAIL á Stjörnufræðivefnum.

- Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur einhver bent mér á góðan fjölskylduvænan stjörnusjónauka á góðum prís?

Ásta Kristjana (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 15:02

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Sæl Ásta

Sendu skeyti á sjonaukar@sjonaukar.is. Það eru til margir fínir fjölskylduvænir sjónaukar á góðu verði. Til dæmis þessir

http://www.sjonaukar.is/component/content/article/175-astrolux70mm

http://www.sjonaukar.is/component/content/article/136-skywatcher-heritage-7

En hafðu endilega samband við Sjónaukar.is.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 2.1.2012 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband