Hvað sést á stjörnuhimninum í október?

Sjónaukinn, vefþáttaröð um stjörnufræði og stjörnuskoðun, hefur hafið göngu sína á Stjörnufræðivefnum. Nýir þættir verða birtir einu sinni til tvisvar í mánuði en fyrsti þátturinn fjallar um stjörnuhimininn og nefnist Horft til himins í október.

Í fyrsta þættinum er fjallað um það sem sjá má á stjörnuhimninum yfir Íslandi í október. Snemma í mánuðinum verður falleg samstaða Venusar, tunglsins og stjörnunnar Regúlusar í Ljóninu sem vert er að veita athygli. Einnig er sagt frá Sumarþríhyrningum, samstirni þriggja stjarna í Svaninum, Hörpunni og Erninum sem er áberandi á hausthimninum yfir Íslandi.

Framleiðendur eru Stjörnufræðivefurinn og Geimstöðin. Umsjón með þættinum hafa Sævar Helgi Bragason (Stjörnufræðivefnum og Andri Ómarsson (Geimstöðinni).

Sjáðu fyrsta þáttinn hér undir!

Sjónaukinn - 1. þáttur - Horft til himins í október from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.

- Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband