Glæsilegir Geminítar skreyttu himinhvolfið

Var ekki stjörnuhimininn glæsilegur í gær?

Geminítarnir sviku svo sannarlega ekki!

Drífan var tilkomumikil og mörg stjörnuhröpin glæsileg. Fólk sá nokkra tugi loftsteina á stuttum tíma og margir höfðu orð á því að hafa aldrei séð aðra eins sýningu.

8271533994_b5bb04f4c6_h.jpg

Þessa fallegu mynd tók Óskar Elías Sigurðsson í Vestmannaeyjum í gærkvöldi af tveimur Geminítum. Vinstra megin á myndinni eru Tvíburarnir en þarna sést líka Óríon, Nautið og Sjöstirnið.

Í Vestmannaeyjum kom hópur fólks úr Stjörnufræðifélagi Vestmannaeyja saman og góndi upp í himininn eins og lesa má um hér. Við höfum einnig frétt af nokkurri umferð í Heiðmörk, við Kleifarvatn og á fleiri stöðum.

Ekki er öll nótt úti enn því í kvöld er möguleiki á að sjá nokkra Geminíta í viðbót (þó sennilega ekki jafn marga og í gær).

Margir tóku líka eftir loftsteinum annars staðar á himninum og gætu þar hafa séð nýja drífu sem rekja má til halastjörnunnnar Wirtanen. Þessi nýja drífa hefur geislapunkt í Fiskunum. Sú var þó ekki jafn öflug og Geminítarnir.

Horfið til himins!

Viðbót kl. 19:20

Sunna Gautadóttir sendi okkur þessa mynd af Geminíta yfir Skarðsheiði (held ég, einhver má endilega leiðrétta ef það er rangt) en myndin er tekin frá Borgarnesi.

18209_10200318809036900_1065677280_n.jpg

- Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ekki búast við að lítið sjáist af stjörnum í framtíðinni þar sem svona mikið var um stjörnuhröp í nótt?

Manni (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 12:04

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Smátt og smátt dregur úr þéttleika þessara slóða, það er alveg rétt, en það gerist aðeins yfir mjög langan tíma. Þessi slóð er fremur nýleg og við munum geta fylgst með þessum loftsteinum í mörg ár í viðbót. Sum ár verða drífurnar öflugri en önnur ár.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 14.12.2012 kl. 13:54

3 identicon

Milli fjögur og hálf sex á föstudagsmorguninn var ég á ferðinni að venju hér austan við Sauðárkrók á hjólinu mínu og var stjörnubjart og því sem næst heiðskírt veður. Á þessum stutta tíma sem ég var utan við mestu götulýsinguna var þétt loftsteinadrífa og ég hætti fljótlega að reyna að telja, enda var það nánast tilgangslaust. Einkum og sér í lagi mátti sjá rákirnar á austur og suðausturloftinu, en stöku sinnum sáust rákir í vestri og norðvestri einnig. Veitti því einnig athygli, að áfallshorn loftsteinanna var fjarri því að vera alltaf hið sama.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 09:53

4 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Gaman að heyra af þessu Þorkell!

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 16.12.2012 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband