Námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun

Kannski kominn tími til að endurlífga þetta blogg.

Nú í janúar og febrúar stöndum við fyrir námskeiðum í stjörnufræði og stjörnuskoðun ásamt Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Við héldum fyrst námskeið í september sem tókst vonum framar og hyggjumst endurtaka leikinn í þrígang núna. Fyrst verðum við með barna- og unglinganámskeið helgina 19. og 20. janúar milli klukkan 14 og 16 báða dagana. Á barnanámskeiðinu verður Snævarr Guðmundsson með Stjörnuverið en þannig getum við sýnt krökkunum hvernig himinninn lítur út, alveg eins og við værum úti að skoða hinn raunverulega himinn. Þetta er mjög öflugt kennslutæki sem Snævarr hefur farið með í fjölmarga grunn- og framhaldsskóla við góðar undirtektir. Seinni hluti barnanámskeiðsins er svo stjörnuskoðun en þá bjóðum við öllum krökkunum að koma með eigin stjörnusjónauka og læra á hann undir stjörnunum. Við munum þá kenna krökkunum að finna Satúrnus eða hvað það er sem krakkarnir vilja sjá. Þetta er mjög skemmtilegt og gagnlegt námskeið og kostar 5000 krónur fyrir barn og eitt foreldri saman.

Fullorðinsnámskeiðin eru aftur með öðru sniði. Þau standa yfir frá 22. til 24. janúar og svo aftur 5. til 7. janúar. Fyrstu tvö kvöldin eru hugsuð í kennslu innandyra með fyrirlestrum. Þriðja kvöldið er svo hugsað sem stjörnuskoðun þar sem fólk fær "hands-on" reynslu með sínar eigin græjur. Ætlunin er að kenna fólki að finna fyrirbæri á himninum, hvernig það á að búa sig og hvað gaman er að skoða með þeirra eigin stjörnusjónaukum. Við teljum þetta námskeið einstaklega gagnlegt fyrir alla stjörnuáhugamenn og kostar það 10.000 krónur á hvern einstakling. 

Það er alls engin skylda að eiga stjörnusjónauka til að koma á þessi námskeið. Allt sem þarf er áhugi á stjörnufræði og stjörnuskoðun og vilji til að læra.  Nánari upplýsingar um þetta námskeið er að finna á heimasíðu Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness http://www.astro.is

Ég hvet alla sem áhuga hafa til að mæta á þessi stórskemmtilegu og gagnlegu námskeið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Vildi að ég kæmist, en það er aðeins of langt að fara fyrir mig ;)

Jac Norðquist, 14.1.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband