Furðulegt fréttamat

Þetta þykir þeim á mbl.is áhugavert. Skrítið í meira lagi.

Á sama tíma er svooooo margt annað miklu meira spennandi og áhugavert að gerast í heimi vísindanna. Á laugardaginn var t.d. fyrirlestur um öflugustu, orkuríkustu hamfarir náttúrunnar. Mbl.is var send frétt um það, en virtust engan áhuga hafa á að birta hana. Nei, við skulum frekar upplýsa fólk um fljúgandi (ó)furðuhluti.

Síðustu tvo föstudaga hef ég heimsótt tvo menntaskóla þar sem ég var beðinn um að ræða um fljúgandi furðuhluti og geimverur. Ég hafði aldrei kynnt mér þetta sérstaklega mikið fyrr en fyrir þessa fyrirlestra sem ég hélt. Þá komst ég að einu.

Fljúgandi furðuhlutir eru einstaklega óspennandi fyrirbæri. Það er nákvæmlega ekkert töfrandi við þá. Ekki neitt.

Raunveruleikinn er uppfullur af spennandi, töfrandi og áhugaverðum hlutum. Til hvers að eyðileggja fegurðina með svona kjaftæði?

Stjörnuáhugamenn verja mestum tíma allra undir næturhimninum. Stjörnuáhugamenn þekkja himinninn og þau fyrirbæri sem á honum eru. Samt sjá stjörnuáhugamenn ALDREI neitt óútskýranlegt. Hvers vegna? Jú, þeir þekkja himinninn eins og áður sagði og eru útbúnir búnaði sem gerir þeim kleift að skoða "dularfullu" fyrirbærin.

Við þekkjum þetta sjálfir hér á Íslandi. Á hverju einasta heiðskíra kvöldi förum við eitthvert út að kíkja, oftast í Krýsvík. Fólk sem hittir okkur þar segir alltaf "hér hefur margt dularfullt sést á stjörnubjörtum nóttum."

Út um allan heim eru uppsettar myndavélar sem fylgjast stöðugt með himninum 360°, alla nóttina. Hvers vegna birtast fljúgandi furðurhlutir aldrei á þeim?

Sérkennilegt hvað geimverurnar eru feimnar þegar við stjörnuáhugamenn erum úti að skoða stjörnurnar.

Alheimurinn, raunveruleikinn, er töfrandi - gerviheimurinn ekki.

Ég nenni ekki að taka þátt í röfli um þetta leiðinlega og óáhugaverða viðfangsefni sem enginn nennir að rannsaka. Vísa þess í stað í grein á Stjörnufræðivefnum um Geimverutrúarbrögð.

Dæs. Er nema von að maður leiti í síauknum mæli frekar inn á fréttaveitu BBC heldur en Mbl.is?


mbl.is Fljúgandi furðuhlutir yfir Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

„Fljúgandi furðuhlutir eru einstaklega óspennandi fyrirbæri. Það er nákvæmlega ekkert töfrandi við þá. Ekki neitt.“

Hér er lýst óvísindalegustu afstöðu til alls sem finnst eða ekki finnst sem ég hef séð. - Fyrr mér sem náttúrufræðikennara um langt árabil (sem hef enga sérstaka trú á FFH) er ég ekki í vafa um að hroki þeirra sem telja sig vita allt - og alltaf betur en aðrir er versti óvinur vísinda - og þrátt fyrir allt er næsta útilokað fyrir okkur að staðhæfa hvað er ekki til og hvað er ekki mögulegt. - Öll fyrirbæri sem margir sjá krefjast leit að skýringum og ef eðlileg skýring er ekki til staðar er það hugsýn allra sannra vísindamanna að leita skýringa með opinn huga fyrir öllum möguleikum. 

- Furðu-sýnir eiga sér örugglega allar skýringar en eins víst er að við þekkjum ekki enn allar þær skýringar, hvort sem þær eiga sér jarðneskan eða himneskan upprunna og hvort sem hann er eðlisfræðilegur eða líffræðilegur.

- Hitt er hinsvegar alrangt að stjörnuskoðunarmenn hafi ekki sagt sögur af furðufyrirbærum sem þeir hafi orðið vitni að, - og svo sannanlega er ekki allur himinn og fyrirbæri hans þekkt - jafnvel er ekki allt sem tilheyrir sólkerfinu okkar þekkt.

- Óskýrð fyrirbæri ættu alltaf að verða öllum sönnum raunvísindamönnum uppörvun og innblástur til frekari rannsókna og uppgötvana. 

- Hámark hrokans og yfirlætisins er að láta sem almenningur ímyndi sér allt það sem almenningur verður vitni að og fellur ekki að þekktum ramma vísindanna - það einfaldlega þarfnast rannsókna og er þessvegna mest spennandi svið vísinda, og vissulega getur skýringin verið önnur en vitnin álykta í upphafi.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.2.2009 kl. 00:14

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Nú ertu að miskilja mig herfilega Helgi. Þetta sem þú lýsir sem hroka þess sem allt veit er mín persónulega skoðun. Mér finnast fljúgandi furðurhlutir nákvæmlega ekkert áhugaverðir. Alveg eins og mér finnast tískusýningar nákvæmlega ekkert áhugaverðar. Það kann að vera hrokafullt að finnast tískusýningar leiðinlegar. Mér finnst það samt ekki.

Ég er svo sannarlega með opinn huga. FFH höfða bara ekkert til mín því ég hef hingað til ekkert séð sem mér finnst áhugavert eða spennandi að skoða nánar.

Ég er sammála þér að það sem krefst rannsókna er mest spennandi svið vísindanna. Í mínum huga er FFH ekki eitt þeirra. Langt í frá.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 23.2.2009 kl. 00:35

3 identicon

Ég vil ekki meina að ég trúi á tilvist FFH, en ég vil samt ekki útiloka þann litla möguleika að kannski er mögulega 0.1% af öllum þessum tilkynningum sannar. Aldrei að vita. Ég var á fyrirlestri hjá þér á föstudaginn og fannst hann mjög góður og sannfærandi, en því miður var ég ekki með tölvu viðstadda hjá mér til að ræða við þig um ákveðnar vefslóðir sem ég fann sem tengjast þessu. Hér koma þær:

http://www.nicap.org/babylon/missile_incidents.htm
og
http://www.squidoo.com/ufo-coverups

Fannst þetta allavega áhugavert. Væri flott að fá álit þitt ?

Geir (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 00:55

4 identicon

góður punktur.

af hverju er aldrei talað um á vitsumarlegar hátt í íslensku fjölmiðlum, einka og oprinb., dagbl, sjónvarpi og útvarpi,  vísindi eða listir (annað en dægurmenningu).

hlýtur að vera margt spennandi að gerast í stærðfræði, eðlisfr. tónsmíðum, arkitektúr, strjörnufræði osfrv.   en  einhv hluta vegna má aldrei tala um neitt sem gæti hugsanlegar verið örlítið "erfitt" eða flókið eða að fólk þurfi að hugsa aðeins.

og helst þarf auðvitað allt að vera á léttum og skemmtilegum nótum.

gunnar (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 02:37

5 identicon

Mér þykir svolítið vafasöm hjá þér eftirfarandi fullyrðing:

Stjörnuáhugamenn þekkja himinninn og þau fyrirbæri sem á honum eru. Samt sjá stjörnuáhugamenn ALDREI neitt óútskýranlegt. Hvers vegna? Jú, þeir þekkja himinninn eins og áður sagði og eru útbúnir búnaði sem gerir þeim kleift að skoða "dularfullu" fyrirbærin.

Þetta er nú bara þvæla, því miður. Það er heill HELLINGUR af óútskýrðum fyrirbærum, meira að segja innan sólkerfisins. Fljótt dæmi er fimmhyrningurinn á Júpiter, hvað er hann? Það er nú bara óútskýrt fyrirbæri innan okkar sólkerfis. Þegar kemur að alheiminum er sá aðeins vitleysingur sem fullyrðir. Kenningar og staðreyndir eru í sífellu að breytast. Verandi stjörnuáhugamaður mikill, þykir mér merkilegt að þú takir fram þessi rök:

"Sérkennilegt hvað geimverurnar eru feimnar þegar við stjörnuáhugamenn erum úti að skoða stjörnurnar.

Alheimurinn, raunveruleikinn, er töfrandi - gerviheimurinn ekki."

Þetta heitir nú bara að vera þröngsýnn :) Að útiloka vitsmunalíf á öðrum hnöttum er heimskulegra heldur en að halda því fram að geimverur séu í sífellu að heimsækja okkur þrátt fyrir að fjarlægðirnar á milli stjarna séu yfirnáttúrulegar. Þegar uppi er staðið snýst þetta um að finna líf, stjörnufræðin. Þetta er lítið annað en ævintýraþrá. 

Sorry ef ég virkaði harðorður, en ég bara verð vitlaus þegar fólk útilokar eitthvað um það sem við vitum hér um bil ekkert um. 

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 03:06

6 identicon

Ég sá nú hvergi að hann hafi algerlega útilokað allt vitsmunalíf á öðrum hnöttum.... Meiningin virðist fyrst og fremst vera að skjóta á þessa UFO/FFH hysteriu sem lifir góðu lífi hér á jörð. Nákvæmlega það að við erum reglulega heimsótt af gráum eða grænum litlum geimverum í fljúgandi diskum (sumt fólk vill m.a.s. meina að þau viti nákvæmlega í hvaða stjörnubelti þessar geimverur búa, og fullyrða að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi haft leynileg samskipti við þær....). Fimmhyrningurinn á Júpiter hefur líklega fremur lítið að gera með hið dularfulla mál um geimverurnar.

Fólk er líka alltaf að sjá Stórfót og Yeti, samt er ekkert sem bendir til að hvorugt sé í raun til.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 03:21

7 identicon

"Fimmhyrningurinn á Júpiter hefur líklega fremur lítið að gera með hið dularfulla mál um geimverurnar."

Athugaðu að ég var að svara þessu : 

"Stjörnuáhugamenn þekkja himinninn og þau fyrirbæri sem á honum eru. Samt sjá stjörnuáhugamenn ALDREI neitt óútskýranlegt."

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 03:39

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mér finnst FFH eða Fljúgandi Furðuhlutur fráleit þýðing á UFO eða Unidentified Flying Object.

UFO er ekkert annað en eitthvað flygildi sem menn gera sér ekki í byrjun fyrir hvað er.  Þetta geta verið loftbelgir, flugvélar, loftsteinar, gervihnettir eða bjartar reikistjörnur eins og Venus. Þegar betur er að gáð kemur nær alltaf í ljós um hvað var að ræða, en þangað til er fyrirbærið auðvitað UFO, eða  Unidentified Flying Object. Það liggur í orðanna hljóðan. Að kalla það furðuhlut er fráleitt.

Flestir hafa séð fyrirbæri á himni sem þeir í fyrstu gera sér ekki grein fyrir hvað er. Maður áttar sig ekki á hvort um sé að ræða flugvél, stjörnu eða eitthvað annað. Þar til hið sanna kemur í ljós er um UFO að ræða, ekki FFH.

Sjálfur hef ég talið reikistjörnu vera flugvél og öfugt. Ég hef talið flugvél vera gervihnött og öfugt.  Ég hef séð ótal gervihnatta, allt frá hinum fyrsta Sputnik. Séð Echo gervihnöttinn undrabjarta sem var í reynd risastór uppblásinn silfurlitaður belgur, séð ofurskæra ljósgeisla frá Iridium gervitunglunum (Iridium flares). Ég hef líka séð töluvert að loftsteinum, sumum nokkuð björtum. Það hefur vissulega komið fyrir að ég hef í skamma stund misskilið fyrirbærið. Þar til hið sanna kom í ljós var auðvitað um UFO að ræða

Nafngiftin UFO er komin frá Bandaríkjaher og á rætur sínar að rekja til ársins 1952. Þá voru menn ekkert að tengja þetta við geimverur.



Ágúst H Bjarnason, 23.2.2009 kl. 06:52

9 Smámynd: Rebekka

Mér finnst þetta nokkuð góður punktur.  Hvernig stendur á því að þeir sem hafa öflugustu sjónaukana og eyða hundruðum tíma í að skoða himingeiminn finna aldrei neinar geimverur eða sjá fljúgandi furðuhluti?  Geimverurnar birtast bara alltaf fyrir "tilviljun" á myndum hjá Jóni Jónssyni.  Eru Canon myndavélar betri í að sjá FFH heldur en Hubble sjónaukinn?

Nema þetta sé kannski einn eitt samsærið hjá vísindamönnum, dunn dunn dunnnn....

Rebekka, 23.2.2009 kl. 06:55

10 identicon

Er það ekki bara út af því að þeir eru að rýna í það sem fjarlægt í stað þess sem er nær? Að sjá ekki himininn fyrir himingeimnum?

Spekingur (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 07:10

11 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Tek heilshugar undir það sem Ágúst skrifar. Eins og talað úr mínu hjarta. Hefði ekki getað komist betur að orði.

En svo ég útskýri aðeins betur mína skoðun á þessu. Ég trúi ekki á FFH enda er það ekki spurning um trú heldur sönnunargögn. Og sönnunargögnin um FFH eru veik, eiginlega bara einstaklega léleg.

Miðað við það sem ég veit og vísindin vita um alheiminn, þá er ég alveg sannfærður um að alheimurinn er uppfullur af lífi. Spurningin er hvort lífið sé vitsmunalíf eins og við eða einfaldara. Við viljum vita hvort það eru til aðrir stjörnufræðingar og aðrir verkfræðingar sem geta ferðast út í geiminn. Ég myndi hoppa hæð mína ef ég fengi beinharðar sannanir þess efnis að það væri verið að heimsækja okkur.

Ég dreg það hins vegar mjög í efa. Ferðalög milli stjarna eru erfið. Mjög erfið og margar hættur eru á ferð. Það kostar fáránlega orku að auka hraðann til þess að komast upp í, segjum bara 10% af ljóshraða. Og þegar þú ert kominn á 10% ljóshraða tekur eðlisfræðin aftur við. Geimskip sem rekst á agnarsmáa loftsteinaörðu er í vondum málum, samanber hreyfiorkujafnan k = 0,5 x m x v2. Það er helvíti mikil orka sem myndast í árekstrinum. Nóg ef af svona örðum í geimnum sem valda því að geimferðalög eru stórhættuleg.

Óskar, þegar ég segi: "Alheimurinn, raunveruleikinn, er töfrandi - gerviheimurinn ekki", þá á ég nákvæmlega við það sem þú segir. Það er fullt af dularfullum hlutum í náttúrunni sem við þekkjum ekki. Heimsóknir geimvera á fljúgandi diskum falla því miður ekki í þann flokk.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 25.2.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband