Obama býður börnum í stjörnuskoðun í Hvíta húsinu

aas2009_sma.jpgMiðvikudagskvöldið 7. október 2009 munu bandarísku forsetahjónin Barack og Michelle Obama standa fyrir stjörnuskoðunarkvöldi fyrir börn og unglinga á lóð Hvíta hússins. Settir verða upp tuttugu stjörnusjónaukar og þeim meðal annars beint á Júpíter og tunglið sem prýða næturhiminninn um þessar mundir. Stjörnuskoðunarkvöldið er haldið í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009.

Með þessu stjörnuskoðunarkvöldi vill Bandaríkjaforseti undirstrika stuðning sinn við aukna menntun í vísindum, verkfræði og stærðfræði, sem er grundvöllur tækniþekkingar og efnahags Bandaríkjanna, eiginlega grundvöllur lífsgæða um allan heim. Með stjörnuskoðunarkvöldinu vill Obama líka undirstrika stuðning sinn við stjörnufræði sérstaklega vegna þess að hún eykur vitund okkar um stöðu jarðar og mannkyns í alheiminum. Stjörnufræðin er líka ótrúlega heppileg vísindagrein til að efla áhuga barna og unglinga á vísindum yfirhöfuð, enda snertir hún margar af dýpstu spurningum okkar um alheiminn og er mjög myndræn og falleg.

Obama mun hefja viðburðinn klukkan 8 að staðartíma eða á miðnætti að íslenskum tíma. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á vef Hvíta hússins og á netsjónvarpsrás NASA

Sjá nánar hér.

----

galilean_nights_icelandic_litil.jpgBoðað verður til allsherjar stjörnupartís dagana 22. til 24. október næstkomandi. Fara þá fram Galíleónætur, alþjóðlegt vísindamiðlunarverkefni í tilefni af ári stjörnufræðinnar. Haldið verður upp á Galíleónætur út um allan heim með mismunandi hætti. Ef veður leyfir mun Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness bjóða áhugasömum upp á stjörnuskoðun. 

Undirbúningur fyrir Galíleónætur stendur yfir þessa dagana. Verið er að skipuleggja nokkra skemmtilega viðburði t.d. fyrirlestrakvöld föstudagskvöldið 23. október í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Þar verður boðið upp á nokkra örfyrirlestra þar sem vísindamaður segir frá tilteknu viðfangsefni. Ef veðrið er gott verða stjörnusjónaukar fyrir utan og þeim meðal annars beint á Júpíter og fleiri forvitnileg fyrirbæri.

Íslensk heimasíða verkefnisins er hér en þar verður að finna dagskrána þegar nær dregur.

----

Í Vísindaþættinum í dag verður kynning á tveimur áhugaverðum vefsíðum, annars vegar Vísindin.is og hins vegar loftslag.is. Ekki missa af því.

----

Á föstudaginn verður árekstur við tunglið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband