Jólapakki stjörnufræðiársins

Um þetta leyti árs fáum við fjölda fyrirspurna frá fólki sem biður okkur að mæla með hinum eða þessum sjónauka og hinni eða þessari stjörnufræðibókinni. Góðir sjónaukar eru tiltölulega ódýrar jólagjafir. Þeir kostar töluvert minna en t.d. leikjatölvur. Sjónauki er líka töluvert meira þroskandi og hentar allri fjölskyldunni. Fyrir skömmu tókum við saman stuttan lista yfir hluti sem við getum hiklaust mælt með í jólapakka stjörnuáhugamannsins.

Í tilefni alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar býður Sjónaukar.is upp á jólapakka stjörnufræðiársins. Í honum er FirstScope stjörnusjónaukinn, sem útbúinn var sérstaklega í tilefni stjörnufræðiársins (en var ekki valinn "vara ársins" eins og fyrirtæki út í bæ virðast halda), tímarit stjörnufræðiársins og opinber heimildamynd stjörnufræðiársins á DVD, með íslenskum texta að sjálfsögðu.

jolapakki_stjornufraediarsins.jpg

Allt þetta saman á 15.900 kr! Þetta ER jólagjöfin í ár. Allur pakkinn fæst hjá Sjónaukar.is.

Svo er auðvitað ýmislegt annað í boði fyrir þá sem vilja enn flottari sjónauka. Ef þú átt sjónauka nú þegar eru fylgihlutir málið. Svo áttu að sjálfsögðu að kaupa tímarit stjörnufræðiársins sem selt er í öllum helstu bókaverslunum landsins. Það er ódýr og frábær gjöf.

Það er kannski gott að hafa eitt í huga. Ef þú kaupir jólapakkann beint frá Sjónaukar.is styrkir þú starfsemi Stjörnufræðivefsins og Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Um leið styrkir þú stærsta vísindamiðlunarverkefni sem ráðist hefur verið í Íslandi. Gerist það betra?

 

p.s. Við verðum með kynningu á stjörnusjónaukum hjá verslun A4 á Smáratorgi á laugardaginn milli 15 og 17 og kannski aftur um kvöldið ef veður leyfir. Þá er öllum boðið í stjörnuskoðun! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Þegar ég sá þetta og var búinn að lesa umsagnir um sjónaukann á síðunni sjónaukar.is núna í dag þá festi ég strax kaup á þessu tilboði.

Hlakka til að prófa og trúi að ég hafi ánægju af því

Þórólfur Ingvarsson, 17.12.2009 kl. 17:33

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Glæsilegt! Njóttu vel. Tunglið er æðislegt með þessum sjónauka og svo auðvitað fullt af fyrirbærum. Það tekur alltaf smá tíma að læra á sjónauka, en þegar það kemur og maður áttar sig á því sem maður er að skoða, þá er þetta alveg yndislegt áhugamál.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 18.12.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband