Hinn sýnilegi alheimur - myndskeið

Það eru allir að pósta þessu myndskeiði hér og þar á netinu. Ég rakst á þetta hjá Örvitanum Matta Á. Það er vel þess virði að verja rúmum sex mínútum í að horfa á það sem við þekkjum af hinum sýnilega alheimi.

Myndskeiðið er útbúið af American Museum of Natural History í New York. Þið sem hafið komið þangað hafið örugglega (vonandi) heimsótt Hayden Planetarium þar sem svona myndskeið eru sýnd, vörpuð yfir okkur eins og himinhvel. Myndin hefst á jörðinni, svo er haldið út úr sólkerfinu, út úr Vetrarbrautinni og út að Örbylgjukliðnum, "bergmálið" frá Miklahvelli, sem eru endimörk hins sýnilega alheims (græna, bláa og rauða hvelið sem umlykur alheiminn í enda myndskeiðsins). Vissir þú að þú getur horft á Miklahvell í sjónvarpinu þínu?

Það er fátt áhrifaríkara en að sjá hvað jörðin okkar er pínulítil í samhengi við alheiminn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband