Sögđum frá ţessu í gćr - nánar um blossann

Viđ sögđum einmitt frá ţessum blossa í gćr, eins og áhorfendur Kastljóssins tóku vonandi eftir. Vert er ađ taka fram ađ engin hćtta er á ferđum.

Sólin er misvirk. Hún hefur veriđ óvenju óvirk undanfarin ár, raunar svo óvirk ađ menn voru hćttir ađ botna í sólinni (menn hafa reyndar aldrei botnađ neitt alltof vel í sólinni en ţađ horfir til bóta). Á ellefu ára fresti eđa svo nćr virknin hámarki og eru ţá sólblettir og sólblossar algengir. Í gćr sögđum viđ frá vćgum M-blossa frá sólblettahópi 1158 sem ţeytti nokkru efni í átt til jarđar og olli fínum norđurljósum í gćrkvöldi og í nótt. Jón Sigurđsson, okkar mađur á Ţingeyri, náđi myndum af sólblettahópnum međ sjónaukanum sínum og birti á blogginu sínu.

Nú hefur sterkasti sólblossi í meira en fjögur ár orđiđ í ţessum sama sólblettahópi. Blossinn náđi hámarki klukkan 01:56 ađ íslenskum tíma og mćldist X2 á styrkleikakvarđa sólblossa. X-blossar eru öflugustu blossarnir (sjá nánar hér um styrkleika blossa) og er ţetta fyrsti X-blossinn í nýju sólblettasveiflunni (nr. 24) sem nćr líklega hámarki í kringum 2013. Viđ eigum von á fleiri X-blossum á nćstu árum međ tilheyrandi norđurljósasýningum.

Međ ţessum blossa barst kórónuskvetta frá sólinni sem stefnir nú í átt ađ jörđinni. Búast má viđ fallegum norđurljósum í nótt og nćstu nćtur og segulstormi ţegar efniđ kemur til okkar. 

Hér undir er mynd af blossanum.

x2flare

Ţessar myndir voru teknar međ Solar Dynamics Observatory geimfari NASA. Skvettan sem stefnir nú til okkar sést vel á ţessari mynd Stereo geimfarsins.

Ef veđur leyfir ćttu ţví áhugamenn um norđurljósaljósmyndun ađ kíkja út í kvöld og annađ kvöld. Ef kraginn sem sést hér undir er rauđur, horfđu ţá til himins!

pmapN

===

Megum til međ ađ vísa líka á eftirfarandi:

- Sćvar


mbl.is Sólstormur í vćndum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ađ velta fyrir mér hvort solar wind mćlirinn á spaceweather.com sé eitthvađ laskađur eftir atburđi síđustu daga? Í nánast allan dag hefur hann litiđ svona út:

Solar wind
speed: 378.5 km/sec
density: 0.0 protons/cm3

Mér finnst eins og oft ţó lítiđ eđa ekkert sé ađ gerast fyrir ofan kollinn á okkur, ţá sýni density meira en 0,0 róteindir/cm3

Eftir ađ hann sýndi vel yfir 10-15 protons/cm3 í nokkrar klukkustundir, ţá hefur hann eiginlega bara fariđ niđur á viđ og stendur ansi fastur í núllinu!

Sigurjón Valgeir (IP-tala skráđ) 17.2.2011 kl. 02:11

2 Smámynd: Stjörnufrćđivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ţađ hefur veriđ ótrúleg ládeyđa miđađ viđ hversu öflugir blossarnir hafa veriđ. Ţađ hefur dregiđ úr líkum á segulstormi en samt eru ágćtar líkur enn á fínum norđurljósum í kvöld og nćstu nćtur.

Ef ţéttleikinn er svona líitill er bara lítiđ sem ekkert um sólvind í nágrenni jarđar. Ţetta er mćlt međ ACE gervitunglinu sem er milli jarđar og sólar.

En hver veit, kannski er ţetta bara logniđ á undan storminum. Fylgjumst bara vel međ.

Stjörnufrćđivefurinn (www.stjornufraedi.is), 17.2.2011 kl. 12:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband