Tvær merkilegar fréttir

Þessa vikuna fer fram fundur bandaríska stjarnvísindafélagsins í Austin í Texas. Á fundinum kynna stjörnufræðingar nýjustu niðurstöður rannsókna sinna og er af mörgu að taka.

Í dag birtust tvær merkilegar fréttir um vetrarbrautaþyrpingar, stærstu einingar alheimsins sem þyngdarkrafturinn heldur saman. 

Með hjálp þriggja sjónauka hafa stjörnufræðingar fundið gríðarheita, unga og massamikla vetrarbrautaþyrpingu, þá stærstu sem sést hefur íhinum fjarlæga alheimi. Vegna þessa hafa stjörnufræðingarnir gefið henni gæluheitið El Gordo sem þýðir „sá stóri“ eða „sá feiti“.

Þyrpingin er í sjö milljarða ljósára fjarlægð en sjaldgæft er að svona stórar og heitar þyrpingar finnist jafn langt úti í geimnum. Þyrping fannst á frekar merkilegan hátt eins og lesa má um á íslensku í upprunalegu fréttinni http://www.eso.org/public/iceland/news/eso1203/ 

eso1203a.jpg

Hin fréttin er frá Hubblessjónauka NASA og ESA. Með honum hafa stjörnufræðingar fundið þyrpingu vetrarbrauta á fyrstu stigum þróunar. Þetta er fjarlægasta ungþyrping sem fundist hefur í hinum unga alheimi.

Þær eru svo fjarlægar að ljósið frá þeim var 13,1 milljarða ára á leiðinni til okkar. Við sjáum þær því eins og þær voru 600 milljón árum eftir Miklahvell. Lesa má meira um þessa þyrpingu á íslensku í upprunalegu fréttinni http://www.stjornufraedi.is/frettir/nr/576

heic1201a.jpg

Á morgun munum við svo birta merkilega frétt um reikistjörnur utan okkar sólkerfis.

- Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband