16.2.2009 | 14:39
100.000.000.000 fjarreikistjarna í Síðdegisútvarpinu á Rás 2
Í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag verð ég í stuttu viðtali um fjarreikistjörnur (extrasolar planets) og hugmyndir Alan Boss um að í Vetrarbrautinni okkar séu 100 milljarðar jarðlíkar fjarreikistjörnur. Þátturinn hefst eftir fjögurfréttir en ég hef ekki hugmynd um klukkan hvað viðtalið verður.
Á Stjörnufræðivefnum er góð umfjöllun um leit að fjarreikistjörnum og vangaveltur um líf í alheimi.
Í Vísindaþættinum á morgun á Útvarpi Sögu, þriðjudaginn 17. febrúar milli 17 og 18, verður rætt við Simon Conway Morris prófessor við Cambridgeháskóla um þróun vitsmunalífs á öðrum hnöttum í Vetrarbrautinni.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2009 | 20:30
Sorglegt!
Þegar þingmaður lætur í ljós fáfræði sína á svo afgerandi hátt þá veltir maður fyrir sér hvort alþingi sé treystandi yfihöfuð. Hér þeytir Ragnheiður fram hugtökum á borð við orkusvið, egglaga hjúp jarðar (?!?), tíma, sem enginn vísindalegur grunnur er fyrir. Ef eitthvað væri til í þessu væru þessi fræði heimsfræg. Ástæðan fyrir að þessi bylting hefur ekki orðið er einföld: þetta á við engin rök að styðjast. Og þegar þingmenn telja sig ekki þurfa rök fyrir fullyrðingum sínum þá er mér órótt.
Ekki veit ég hvort fréttakonan sé að gera gys að þingmanninum þegar hún spyr: "Nú hefur þú hæfileika til að sjá fram í tímann..." en tónninn er kaldhæðnislegur.
Íslenskt samfélag er reyndar vaðandi í spákonum, miðlum, árulesurum, heilunar"fræðingum", ilmolíulækningum, álfadýrkendum, hómópötum og ýmis konar sjálfmenntuðum rafsegulgeislunarfræðingum. Ef til vill er þingmaður á þessum nótum einfaldlega fulltrúi sinna líkra á þingi. Eins konar þverskurður af þjóðfélaginu.
Ég er viss um að Ragnheiður sé ekki að blekkja fólk með "gáfum" sínum. Ég er viss um að hún trúi því virkilega að hún sé einhverjum hæfileikum gædd. Þess vegna er ekki ráðlegt að hún blandi þeim við þingstörfin.
![]() |
Þingmaður og árulesari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2009 | 15:08
Darwin í Vísindaþættinum
Í Vísindaþættinum á Útvarpi Sögu í dag milli 17 og 18 kemur Arnar Pálsson erfðafræðingur í spjall til okkar Björns Berg. Ætlunin er að ræða um þróunarkenninguna og málþingið "Hefur maðurinn eðli?" sem fram fer í stöfu 132 í Öskju á fimmtudaginn milli 16:30 og 18:30.
Allir Vísindaþættirnir eru aðgengilegar sem hlaðvarp (podcast) af Stjörnufræðivefnum.
5.2.2009 | 20:37
Ný stórglæsileg ljósmynd frá Hubble

Stjörnufræðingar hafa útbúið stórkostlega ljósmynd af harla óvenjulegri þyrilvetrarbraut í Haddþyrpingunni (Coma Galaxy Cluster) út frá gögnum sem Hubblessjónauki NASA og ESA aflaði. Á myndinni sjást ótrúlega smáatriði í vetrarbrautinni NGC 4921 sem og enn fjarlægri og eldri vetrarbrautir í bakgrunni.
Sjá nánar hér á Stjörnufræðivefnum.
4.2.2009 | 21:37
Halastjarna á himni í lok mánaðarins?
Svo gæti farið að stjörnuáhugafólk sæi halastjörnu með berum augum á næturhimninum í lok febrúarmánaðar. Þann 24. febrúar næstkomandi verður halastjarnan Lulin næst jörðu, þá í um 61 milljón km fjarlægð frá jörðinni.
Nánar hér á Stjörnufræðivefnum.
p.s. Minni áhugasama á stjörnuskoðun í Kaldárseli fimmtudagskvöldið 5. febrúar klukkan 20:00. Allir velkomnir.
2.2.2009 | 13:36
Venus og tunglið
Það hefur verið afskaplega fallegt að fylgjast með Venusi og tunglinu stíga dans á kvöldhimninum síðustu daga. Tunglið er vaxandi og ef maður á sjónauka sést að Venus er dvínandi enda nálgasta hún jörðina og hornið sem hún myndar við jörð og sól fer minnkandi.
Tunglið og Venus munu aftur vekja athygli á kvöldhimninum í lok febrúar. Þann 27. febrúar verður innan við gráða á milli þessara tveggja hnatta eins og sjá má hér á Stjörnufræðivefnum.
http://www.stjornuskodun.is/venus
27.1.2009 | 16:38
Reikistjarnan Júpíter
Júpíter er stærsta reikistjarna sólkerfisins. Hann er svo stór að ellefu jarðir kæmust hæglega í gegnum hann. Í gegnum litla áhugamannasjónauka sjást skýjabelti á Júpíter og Galíleótunglin í kringum hann. Í ár færist Júpíter smám saman hærra upp á himinninn yfir Íslandi. Stjörnuáhugamenn geta því brátt fengið að virða fyrir sér konung reikistjarnanna í stjörnusjónaukanum sínum.
Á Stjörnufræðivefnum er fróðleg grein sem nær yfir allt það helsta um reikistjörnuna Júpíter.
25.1.2009 | 14:45
Nánast ekkert um norðurljós í vetur
15.1.2009 | 23:46
Mjög merk uppgötvun - nánar á Stjörnufræðivefnum
Þetta er mjög merkileg uppgötvun sem við gerum góð skil hér á Stjörnufræðivefnum.
Nánar um Mars.
![]() |
Metan á Mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2009 | 23:58
Fimm ár á Mars
Fyrir fimm árum sat ég límdur fyrir framan tölvuskjáinn. Ég var að fylgjast með beinni útsendingu NASA frá lendingu Marsjeppans Spirit á Rauðu reikistjörnunni. Þótt ekki væri ég á neinn hátt tengdur för jeppans beið ég engu að síður í ofvæni eftir að fyrstu myndirnar frá jeppanum á yfirborði Mars bærust til jarðar. Á skjánum sáust taugaóstyrkir vísindamenn og verkfræðingar sem biðu þess að fá staðfestingu á því að jeppinn hefði lent heilu og höldnu. Ég var sjálfur með fiðring í maganum en var samt örugglega miklu rólegri en konurnar og mennirnir í Kaliforníu sem lagt höfðu áralanga vinnu í að þessi stund rynni upp.
Spirit jeppinn átti upphaflega að endast í um 90 daga. Hann er enn að störfum á Mars, fimm árum síðar, ásamt systurjeppa sínum Opportunity.
Ég þýddi og staðfærði frábæra grein eftir Emily Lakdawalla hjá The Planetary Society um fimm árin í sögu Spirit. Greinina má finna á Stjörnufræðivefnum.