29.12.2008 | 16:06
Undur alheimsins á alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009
Nú þegar árið 2009 er að ganga í garð eru stjörnuskoðendur um heim allan önnum kafnir við að undirbúa alþjóðlegt stjörnufræðiár. Hvorki meira né minna en 135 þjóðir hafa tekið höndum saman til að kynna jarðarbúum alheiminn. Á næstu 12 mánuðum verður efnt til margs konar viðburða er tengjast stjörnufræði og heimsfræði.
Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 (The International Year of Astronomy 2009: IYA2009) er haldið að frumkvæði Alþjóðasambands stjarnvísindamanna (the International Astronomical Union: IAU) og UNESCO (the United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization) undir kjörorðinu Undur alheimsins.
Sjá nánar fréttatilkynningu á heimasíðu ársins 2009.is eða á Stjörnufræðivefnum.
Stjörnufræðivefurinn verður stór þátttakandi í ári stjörnufræðinnar hér á Íslandi ásamt Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Nánar um það á 2009.is.
Hér er svo kynningarmyndin fyrir árið.
Fleiri áhugaverð myndbönd úr stjörnufræðinni er á YouTube svæði Stjörnufræðivefsins.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2008 | 22:40
Tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2008
Stjörnufræðin er ótrúlega myndræn vísindagrein. Á hverju ári eru þúsundir stórglæsilegra ljósmynda teknar af heilandi fyrirbærum himingeimsins.
Stjörnufræðivefurinn hefur tekið saman tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2008. Njótið!
25.12.2008 | 18:19
Venus er kvöldstjarna á vesturhimni eftir sólarlag
Venus er bjarta stjarnan sem sést í vestri á kvöldin. Ástæða þess að Venus getur orðið svona björt er þríþætt: Hún er nálægasta reikistjarnan, hún er miklu stærri en til að mynda Mars og þykkur lofthjúpurinn á Venusi endurkastar stórum hluta sólarljóssins sem fellur á reikistjörnuna.
Með stuttri frétt á Stjörnufræðivefnum fylgir falleg mynd af Venusi yfir Kyrrahafinu.
18.12.2008 | 14:26
Árstíðir og vetrarsólstöður
Hver þáttur sólarinnar í loftslagssveiflum jarðar er skal ósagt látið. Ljóst er þó að jörðin er að hlýna eins og til dæmis okkar fallegu jöklar bera vitni um. Þótt síðasta ár hafi verið kaldara en árin á undan er hitastig ársins engu að síður yfir meðallagi líkt og Einar Sveinbjörnsson bendir á á bloggi sínu. Góðvinur okkar stjörnuáhugamaðurinn og verkfræðingurinn Ágúst H. Bjarnason er ekki á sama máli.
Þann 21. desember verða vetrarsólstöður. Þá er sólin lægst á himninum og nóttin lengst. Smám saman tekur sólin að hækka aftur og færir okkur birtu og yl. Margir halda að á veturna sé jörðin fjærst sólu en næst henni á sumrin. Svo er nú aldeilis ekki því jörðin er næst sólu í janúar, einn kaldasta mánuð ársins.
En hvers vegna verða árstíðaskipti og hvers vegna er kalt á veturna en hlýtt á sumrin? Svörin við þessum spurningum er að finna í grein á Stjörnufræðivefnum um árstíðirnar.
Sjá: Árstíðir
![]() |
12 kaldir" mánuðir að baki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2008 | 22:14
Myndir af samstöðu Venusar og Júpíters
Þann 1. desember 2008 var mjög falleg samstaða Venusar og Júpíters á kvöldhimninum. Ég veit ekki hversu margir tóku eftir þessari samstöðu, enda báðar reikistjörnur mjög lágt á lofti í kvöldroðanum þann dag, en samstaðan var engu að síður mjög tignarleg og vís til þess að vekja athygli þar sem hún var greinilegri. Nú hefur ástralskur stjörnufræðingur sett fram þá tilgátu að Betlehemsstjarnan hafi verið mjög þétt samstaða þessara reikistjarna þann 17. júní árið 2 f.Kr.. Sjá nánar á Stjörnufræðivefnum.
Myndin hér fyrir neðan var útbúin í Starry Night forritinu sem fæst hjá Sjónaukar.is og sýnir hversu þétt samstaða Venusar og Júpíters var þetta ár.
Nánari upplýsingar er að finna á Stjörnufræðivefnum.
![]() |
„Jesús fæddist 17. júní“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 16:12
Meira um risasvartholið...
![]() |
Risavaxið svarthol í Vetrarbrautinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 17:10
Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar
Árið 2009 er Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar í tilefni þess að 400 ár eru liðin frá því Galíleó Galílei hratt af stað vísindabyltingu sem hófst þegar hann beindi sjónauka til himins. Kynningarmyndin hér fyrir ofan var útbúin í tilefni ársins og íslenskuð af íslensku landsnefndinni sem fer með málefni ársins hér á Íslandi. Margt forvitnilegt verður gert, t.d. fyrirlestrar fyrir almenning, stjörnuskoðunarkvöld, sólskoðun, námskeið og heilmargt fleira. Fleiri fróðlegar myndir tengdar stjörnufræði má finna á YouTube svæði Stjörnufræðivefsins. Þar munu einnig smátt og smátt bætast við myndskeið um ár stjörnufræðinnar á Íslandi.
Stjörnufræðivefurinn er stór þátttakandi í árinu og verður fjölmargt efni tengt árinu aðgengilegt á vefnum, sem og vef Stjörnuskoðunarfélagsins og vef ársins 2009.is. Einnig verða einhver tilboð á sjónaukum og fylgihlutum í tilefni ársins hjá Sjónaukar.is.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 17:52
Leiðangri til Hubblesjónaukans frestað fram í maí 2009
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008 | 13:14
Nýr vefur - Sjónaukar.is
Nýr vefur hefur verið opnaður, Sjónaukar.is, sem sérhæfir sig í sölu á sjónaukum og viðeigandi fylgihlutum.
3.12.2008 | 15:02